Opnar bíó í Eyjum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Axel rekur einnig Selfossbíó og mun bæta við nýjum sal þar á næstunni. Mynd/Alex Máni Axel Ingi Viðarsson, athafnamaður og leikstjóri, opnar á næstunni bíó í Vestmannaeyjum. Eyjabúar hafa verið bíólausir í fjórtán ár að sögn Axels og segist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun af þeirra hálfu. Bíósalurinn verður í sýningarsal Kviku menningarhúss. „Það er ekki alveg komin niðurnegld dagsetning á það hvenær við opnum, en þetta verður opnað í haust í Kviku,“ segir Axel. „Þetta verður einn salur, og mun hann taka hundrað manns í sæti.“ Axel er ekki ókunnugur bíórekstri, en hann opnaði Selfossbíó fyrir þremur árum. Bæjarráð samþykkti hugmyndina á fundi sínum í vor og sagðist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjarinnar. Eyjafréttir greindu þá frá áformum Axels. Almenningur hefur síðustu áratugi dregið verulega úr ferðum sínum í kvikmyndahús bæði vegna aukins niðurhals og aukins aðgengis að streymisþjónustu. Kjarninn greindi frá því í júlí að kvikmyndahúsum á Íslandi hafi fækkað um helming síðan árið 1995, úr 31 í 16. Öll kvikmyndahús, sem hefur verið lokað frá árinu 1995, voru utan höfuðborgarsvæðisins.Engin samkeppni á Selfossi Þrátt fyrir þetta segir Axel reksturinn hafa gengið vel á Selfossi og stefnir hann að því að opna annan sal þar í lok mánaðarins eða í byrjun september. Axel segir minni samkeppni spila þar inn í. „Ég er ekki með neina samkeppni. Í Reykjavík er fjöldi kvikmyndahúsa og miklu erfiðara fyrir þau að starfa vegna samkeppni. Ég slepp við hana. En bíórekstur er ekki auðveldur rekstur, það koma hæðir og lægðir." Axel áætlar að um átta til tíu manns muni starfa hjá bíóinu, sem mun einungis sýna nýjar myndir. Verðmiðinn verður svipaður og í öðrum bíóum eða um 1.550 krónur. Axel segist reikna með að þurfa 20 þúsund gesti á ári til að bíóið borgi sig. „Markaðssetningin skiptir öllu máli og svo verða Eyjamenn að átta sig á því að ef þeir sækja ekki bíóið verður þetta líklega aldrei gert aftur þar,“ segir Axel. Um 34 þúsund manns sóttu Selfossbíó á síðasta ári. Í dag er Selfossbíó með daglegar sýningar og samtals þrjátíu sýningar í viku. Axel ætlar að fara hægar af stað í Eyjum. „Við ætlum að hafa sýningar frá fimmtudegi til sunnudags, þannig að samtals verða það um sjö til átta sýningar í viku. Við ætlum ekki að byrja í neinu brjálæði og fara svo að minnka, heldur byrja rólega og fjölga svo frekar sýningum.“ Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Axel Ingi Viðarsson, athafnamaður og leikstjóri, opnar á næstunni bíó í Vestmannaeyjum. Eyjabúar hafa verið bíólausir í fjórtán ár að sögn Axels og segist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun af þeirra hálfu. Bíósalurinn verður í sýningarsal Kviku menningarhúss. „Það er ekki alveg komin niðurnegld dagsetning á það hvenær við opnum, en þetta verður opnað í haust í Kviku,“ segir Axel. „Þetta verður einn salur, og mun hann taka hundrað manns í sæti.“ Axel er ekki ókunnugur bíórekstri, en hann opnaði Selfossbíó fyrir þremur árum. Bæjarráð samþykkti hugmyndina á fundi sínum í vor og sagðist fagna aukinni fjölbreytni í menningu og afþreyingu eyjarinnar. Eyjafréttir greindu þá frá áformum Axels. Almenningur hefur síðustu áratugi dregið verulega úr ferðum sínum í kvikmyndahús bæði vegna aukins niðurhals og aukins aðgengis að streymisþjónustu. Kjarninn greindi frá því í júlí að kvikmyndahúsum á Íslandi hafi fækkað um helming síðan árið 1995, úr 31 í 16. Öll kvikmyndahús, sem hefur verið lokað frá árinu 1995, voru utan höfuðborgarsvæðisins.Engin samkeppni á Selfossi Þrátt fyrir þetta segir Axel reksturinn hafa gengið vel á Selfossi og stefnir hann að því að opna annan sal þar í lok mánaðarins eða í byrjun september. Axel segir minni samkeppni spila þar inn í. „Ég er ekki með neina samkeppni. Í Reykjavík er fjöldi kvikmyndahúsa og miklu erfiðara fyrir þau að starfa vegna samkeppni. Ég slepp við hana. En bíórekstur er ekki auðveldur rekstur, það koma hæðir og lægðir." Axel áætlar að um átta til tíu manns muni starfa hjá bíóinu, sem mun einungis sýna nýjar myndir. Verðmiðinn verður svipaður og í öðrum bíóum eða um 1.550 krónur. Axel segist reikna með að þurfa 20 þúsund gesti á ári til að bíóið borgi sig. „Markaðssetningin skiptir öllu máli og svo verða Eyjamenn að átta sig á því að ef þeir sækja ekki bíóið verður þetta líklega aldrei gert aftur þar,“ segir Axel. Um 34 þúsund manns sóttu Selfossbíó á síðasta ári. Í dag er Selfossbíó með daglegar sýningar og samtals þrjátíu sýningar í viku. Axel ætlar að fara hægar af stað í Eyjum. „Við ætlum að hafa sýningar frá fimmtudegi til sunnudags, þannig að samtals verða það um sjö til átta sýningar í viku. Við ætlum ekki að byrja í neinu brjálæði og fara svo að minnka, heldur byrja rólega og fjölga svo frekar sýningum.“
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira