Stjórnvöld hefðu getað stigið stærri skref við losun hafta Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira