Stjórnvöld hefðu getað stigið stærri skref við losun hafta Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira