Átta þúsund ný störf á næstu tveimur árum Höskuldur Kári Schram skrifar 8. janúar 2016 18:45 Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira