Steinþór hættir sem bankastjóri Landsbankans Hafliði Helgason skrifar 1. desember 2016 07:00 Steinþór Pálsson hættir sem bankastjóri eftir að hafa stýrt Landsbankum í á sjöunda ár. vísir/vilhelm Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bankaráð bankans hafa náð samkomulagi um að hann hætti störfum hjá bankanum. Tilkynning þessa efnis var send út í gær. Ekki kemur fram í tilkynningu hverjar séu ástæður þess að Steinþór hættir, en bankinn hefur mikið verið gagnrýndur vegna sölu eignarhlutar í Borgun, meðal annars í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Haft er eftir Steinþóri í tilkynningu frá bankanum að síðastliðin sex og hálft ár hafi verið viðburðarrík og gríðarlega mikið hafi áunnist við að endurreisa fjárhag heimila og fyrirtækja. „Landsbankinn hefur tekið stakkaskiptum á þessum tíma og ég skil sáttur við mín störf,“ segir Steinþór í tilkynningunni. Hann vildi ekki tjá sig frekar um starfslokin þegar eftir því var leitað og vísaði í tilkynningu bankans. Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur í tilkynningu að mörg krefjandi úrlausnarefni hafi verið leidd til lykta undir forystu Steinþórs og staða bankans styrkst. Við starfi Steinþórs tekur tímabundið Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála, en staða bankastjóra verður auglýst fljótlega. Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að hann stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í bankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bankaráð bankans hafa náð samkomulagi um að hann hætti störfum hjá bankanum. Tilkynning þessa efnis var send út í gær. Ekki kemur fram í tilkynningu hverjar séu ástæður þess að Steinþór hættir, en bankinn hefur mikið verið gagnrýndur vegna sölu eignarhlutar í Borgun, meðal annars í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Haft er eftir Steinþóri í tilkynningu frá bankanum að síðastliðin sex og hálft ár hafi verið viðburðarrík og gríðarlega mikið hafi áunnist við að endurreisa fjárhag heimila og fyrirtækja. „Landsbankinn hefur tekið stakkaskiptum á þessum tíma og ég skil sáttur við mín störf,“ segir Steinþór í tilkynningunni. Hann vildi ekki tjá sig frekar um starfslokin þegar eftir því var leitað og vísaði í tilkynningu bankans. Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur í tilkynningu að mörg krefjandi úrlausnarefni hafi verið leidd til lykta undir forystu Steinþórs og staða bankans styrkst. Við starfi Steinþórs tekur tímabundið Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála, en staða bankastjóra verður auglýst fljótlega. Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að hann stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Landsbankans á starfstíma Steinþórs Pálssonar í bankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bankinn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira