Hóteluppbygging gæti haldið aftur af íbúðabyggingum Sæunn Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Ef erfitt verður að fá erlent vinnuafl gæti hóteluppbygging haldið aftur af íbúðabyggingum. Vísir/Andri Marinó Hóteluppbygging hefur hingað til haft lítil áhrif á íbúðabyggingu en gæti komið til með að gera það á næstu árum. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Hann heldur erindi um efnið á Fasteignaráðstefnunni 2016 sem fer fram í Hörpu á morgun. „Það er klárlega of lítil íbúðafjárfesting búin að vera núna undanfarið, það er komin uppsöfnuð þörf. Það er ýmislegt sem spilar þar inn, ég er ekki svo viss um að það sé hóteluppbygging eins og hún hefur verið nú þegar. Það hefur svo sem verið einhver slaki á byggingamarkaðnum, hann hefur verið að ná sér eftir efnahagshrunið,“ segir Konráð. „Fjöldi annarra þátta en hóteluppbygging spilar þar inn í og ýmsar kenningar eru um af hverju ekki sé meiri íbúðafjárfesting. Hótelbygging hefur einhver áhrif, hversu mikið er erfitt að segja.“ Eins og staðan er núna varðandi uppbyggingu hótela segir Konráð að fólk sé of svartsýnt að telja að hótel séu að drepa niður alla íbúðauppbyggingu. „Ef þú setur þessi hótelherbergi í samhengi við íbúðafjölda þá er þetta ekki svo gríðarlegt miðað við hvað þyrfti að byggja mikið af íbúðum til að eiga við fólksfjölgun. Bygging sjö hundruð hótelherbergja í fyrra er eins og að byggja innan við fimm hundruð íbúðir," segir Konráð.Konráð Guðjónsson„Það sem maður aðallega veltir fyrir sér er þegar maður lítur fram á veginn og þar er aukin uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir og fleiri hótel að bætast við áætlun. Það eru hugmyndir um að fleiri hótel bætist við í ár en í fyrra. Þegar kominn er meiri þrýstingur á verktakabransann þá gæti þetta farið að hafa áhrif,“ segir Konráð. „Þetta veltur allt á hvernig verktakageirinn og byggingabransinn bregðast við því. Nú er hann í fullri nýtingu. Það er spurning hvernig hann bregst við því að þurfa að flytja inn vinnuafl og annað. Ef það næst að flytja inn vinnuafl, þá mun hóteluppbygging ekki hafa áhrif á byggingu íbúða. En ef það tekst ekki þá getur það þrýst á. Það er ekki ástæða til svartsýni en fólk þarf að velta þessu fyrir sér,“ segir Konráð. Annað sem spilar inn í er hugsanleg mettun á hótelmarkaði. Í nýlegum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að miðað við þá uppbyggingu sem er á teikniborðinu, og hversu hratt bæst hefur við áform um hótelbyggingu á síðustu mánuðum, telur greiningardeildin rétt að staldra aðeins við. Enn sé þörf fyrir fleiri hótel og gistirými, en það sem nú sé á teikniborðinu virðist fara langt með að fullnægja þörf á hótelrýmum ef spá um tvær milljónir ferðamanna innan þriggja ára gengur eftir. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hóteluppbygging hefur hingað til haft lítil áhrif á íbúðabyggingu en gæti komið til með að gera það á næstu árum. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Hann heldur erindi um efnið á Fasteignaráðstefnunni 2016 sem fer fram í Hörpu á morgun. „Það er klárlega of lítil íbúðafjárfesting búin að vera núna undanfarið, það er komin uppsöfnuð þörf. Það er ýmislegt sem spilar þar inn, ég er ekki svo viss um að það sé hóteluppbygging eins og hún hefur verið nú þegar. Það hefur svo sem verið einhver slaki á byggingamarkaðnum, hann hefur verið að ná sér eftir efnahagshrunið,“ segir Konráð. „Fjöldi annarra þátta en hóteluppbygging spilar þar inn í og ýmsar kenningar eru um af hverju ekki sé meiri íbúðafjárfesting. Hótelbygging hefur einhver áhrif, hversu mikið er erfitt að segja.“ Eins og staðan er núna varðandi uppbyggingu hótela segir Konráð að fólk sé of svartsýnt að telja að hótel séu að drepa niður alla íbúðauppbyggingu. „Ef þú setur þessi hótelherbergi í samhengi við íbúðafjölda þá er þetta ekki svo gríðarlegt miðað við hvað þyrfti að byggja mikið af íbúðum til að eiga við fólksfjölgun. Bygging sjö hundruð hótelherbergja í fyrra er eins og að byggja innan við fimm hundruð íbúðir," segir Konráð.Konráð Guðjónsson„Það sem maður aðallega veltir fyrir sér er þegar maður lítur fram á veginn og þar er aukin uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir og fleiri hótel að bætast við áætlun. Það eru hugmyndir um að fleiri hótel bætist við í ár en í fyrra. Þegar kominn er meiri þrýstingur á verktakabransann þá gæti þetta farið að hafa áhrif,“ segir Konráð. „Þetta veltur allt á hvernig verktakageirinn og byggingabransinn bregðast við því. Nú er hann í fullri nýtingu. Það er spurning hvernig hann bregst við því að þurfa að flytja inn vinnuafl og annað. Ef það næst að flytja inn vinnuafl, þá mun hóteluppbygging ekki hafa áhrif á byggingu íbúða. En ef það tekst ekki þá getur það þrýst á. Það er ekki ástæða til svartsýni en fólk þarf að velta þessu fyrir sér,“ segir Konráð. Annað sem spilar inn í er hugsanleg mettun á hótelmarkaði. Í nýlegum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að miðað við þá uppbyggingu sem er á teikniborðinu, og hversu hratt bæst hefur við áform um hótelbyggingu á síðustu mánuðum, telur greiningardeildin rétt að staldra aðeins við. Enn sé þörf fyrir fleiri hótel og gistirými, en það sem nú sé á teikniborðinu virðist fara langt með að fullnægja þörf á hótelrýmum ef spá um tvær milljónir ferðamanna innan þriggja ára gengur eftir.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira