Viðskipti innlent

Leyfilegt að veiða 173 þúsund tonn af loðnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/HAri
Mat Hafrannsóknastofnunar er að veiðistofn loðnu við Ísland sé um 675 þúsund tonn. Heildaraflamark á vertíðinni 2015/2016 er 173 þúsund tonn. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafa verið við loðnumælingar frá 3. janúar, en leiðangrinum lauk í gær. 

Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar tóku veiðiskipin Sighvatur Bjarnason VE, Sigurður VE og Jóna Eðvalds SF þátt í leit og kortlagningu á útbreiðslu loðnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×