Steve Kerr mættur | Þjálfar Golden State liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 19:30 Steve Kerr og Stephen Curry. Vísir/Getty Steve Kerr mun stýra NBA-meisturum Golden State Warriors í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið tekur á móti Indiana Pacers í Oracle Arena í Oakland. Steve Kerr missti af 43 fyrstu leikjum Golden State liðsins eftir að hafa þurft að jafna sig eftir bakaðgerð sem hann gekkst undir í sumar. Luke Walton, aðstoðarmaður Golden State, hefur stýrt liðinu í fjarveru Steve Kerr og liðið vann 39 af þessum 43 leikjum undir hans stjórn. Furðulegar reglur í NBA sjá til þess að allir sigrarnir eru skráðir á Kerr. Steve Kerr vann NBA-titilinn á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í NBA-deildinni og tekur við liðinu nú þegar það hefur sett stefnuna á það að bæta met Chicago Bulls frá 1995-96 þegar Michael Jordan og félagar unnu 72 leiki af 82. Golden State Warriors getur skrifað söguna strax í fyrsta leik Steve Kerr á tímabilinu því vinni liðið leikinn fagnar það sigri í 38. heimaleiknum í röð. Boston Celtics vann 38 heimaleiki í röð tímabilið 1985 til 1986 en tvö lið hafa unnið fleiri heimaleiki í röð, Orlando Magic 1995-96 (40) og Chicago Bulls 1995-96 (44). Golden State Warriors hefur farið illa með tvö topplið í Austurdeildinni á síðustu dögum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Detroit Pistons fyrir viku sína. Golden State vann 132-98 sigur á Cleveland og 125-94 sigur á Chicago Bulls í síðustu tveimur leikjum sínum undir stjórn Luke Walton.Coach @SteveKerr to return from his leave of absence tonight against Indiana » https://t.co/FOJUPEsrKH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016 Excited to have you back on the sidelines tonight, Coach! pic.twitter.com/RkXptaMfQH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016 NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Steve Kerr mun stýra NBA-meisturum Golden State Warriors í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið tekur á móti Indiana Pacers í Oracle Arena í Oakland. Steve Kerr missti af 43 fyrstu leikjum Golden State liðsins eftir að hafa þurft að jafna sig eftir bakaðgerð sem hann gekkst undir í sumar. Luke Walton, aðstoðarmaður Golden State, hefur stýrt liðinu í fjarveru Steve Kerr og liðið vann 39 af þessum 43 leikjum undir hans stjórn. Furðulegar reglur í NBA sjá til þess að allir sigrarnir eru skráðir á Kerr. Steve Kerr vann NBA-titilinn á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í NBA-deildinni og tekur við liðinu nú þegar það hefur sett stefnuna á það að bæta met Chicago Bulls frá 1995-96 þegar Michael Jordan og félagar unnu 72 leiki af 82. Golden State Warriors getur skrifað söguna strax í fyrsta leik Steve Kerr á tímabilinu því vinni liðið leikinn fagnar það sigri í 38. heimaleiknum í röð. Boston Celtics vann 38 heimaleiki í röð tímabilið 1985 til 1986 en tvö lið hafa unnið fleiri heimaleiki í röð, Orlando Magic 1995-96 (40) og Chicago Bulls 1995-96 (44). Golden State Warriors hefur farið illa með tvö topplið í Austurdeildinni á síðustu dögum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Detroit Pistons fyrir viku sína. Golden State vann 132-98 sigur á Cleveland og 125-94 sigur á Chicago Bulls í síðustu tveimur leikjum sínum undir stjórn Luke Walton.Coach @SteveKerr to return from his leave of absence tonight against Indiana » https://t.co/FOJUPEsrKH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016 Excited to have you back on the sidelines tonight, Coach! pic.twitter.com/RkXptaMfQH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira