Kobe Bryant komst ekki aðeins í fimm manna liðið heldur fékk hann flest atkvæði allra eða 1,891,614 atkvæði. Það er ljóst á öllu að NBA-áhugafólk vildi sjá Kobe spila í Stjörnuleiknum á síðasta tímabilinu sínu en hann er að hætta í vor.
Stephen Curry, besti leikmaður deildarinnar og leikmaður toppliðs Golden State Warriors, fékk næstflest atkvæði eða 1,604,325. LeBron James hjá Cleveland Cavaliers (1,089,206 atkvæði) var síðan þriðji leikmaðurinn sem fékk yfir milljón atkvæði.
Kobe Bryant er einn af þremur framherjum Vesturdeildarinnar en bakverðirnir eru Stephen Curry og Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder). Með Kobe eru Kevin Durant (Oklahoma City Thunder) og Kawhi Leonard (San Antonio Spurs) en Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, sem hefur átt frábært tímabil komst aftur á móti ekki í liðið.
Liðsfélagarnir hjá Oklahoma City Thunder, þeir Kevin Durant og Russell Westbrook, eru saman i Stjörnuleiknum í fimmta sinn.
Dwyane Wade (Miami Heat) og Kyle Lowry (Toronto Raptors) eru bakverðir í byrjunarliði Austurdeildarinnar en framherjarnir eru LeBron James (Cleveland Cavaliers), Paul George (Indiana Pacers) og Carmelo Anthony (New York Knicks).
Kyle Lowry, sem verður á heimavelli í leiknum, komst upp fyrir Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers á lokasprettinum.
Byrjunarlið Austurdeildarinnar:
Dwyane Wade, Miami Heat (12. sinn) - 941,466 atkvæði
Kyle Lowry, Toronto Raptors (2. sinn) - 646,441 atkvæði
LeBron James, Cleveland Cavaliers (12. sinn) - 1,089,206 atkvæði
Paul George, Indiana Pacers (3. sinn) - 711,595 atkvæði
Carmelo Anthony, New York Knicks (9. sinn) - 567,348 atkvæði
Byrjunarlið Vesturdeildarinnar:
Stephen Curry, Golden State Warriors (3. sinn) - 1,604,325
Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (5. sinn) - 772,009
Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (18. sinn) - 1,891,614
Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (7. sinn) - 980,787
Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (1. sinn) - 782,339