N1 greiðir fyrrverandi forstjóra 87 milljónir ingvar haraldsson skrifar 17. febrúar 2016 16:40 Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrum forstjóri N1. Vísir/Valli N1 gjaldfærði 87 milljónir króna á síðasta ári vegna launagreiðslna og hlunninda til Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýútkomnum ársreikningi N1. Eggerti var sagt upp í febrúar á síðasta ári en fær greitt sem samsvarar 5,8 milljónum króna á mánuði frá byrjun síðasta árs og út mars á þessu ári. Árið 2014 fékk Eggert 55 milljónir króna greiddar í laun og hlunnindi eða sem samsvarar 4,8 milljónum króna á mánuði. N1 gaf út þegar Eggerti Benedikt var sagt upp að með uppsögninni væri verið að lækka kostnað við yfirstjórn félagsins. Fækka ætti framkvæmdastjórum um einn þar sem ekki ætti að ráða í stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs. Eggert Þór Kristófersson, sem starfaði sem fjármálastjóri fyrirtækisins, var ráðinn forstjóri í stað nafna síns. Launagreiðslur og hlunnindi N1 til stjórnarmanna og stjórnenda hækkuðu úr 163 milljónum í 237 milljónir króna milli ára eða um 45 prósent. Launagreiðslur til hins nýja forstjóra hækkuðu í 3,6 milljónir króna á mánuði úr 2,8 milljónum króna árið 2014, þegar Eggert Þór starfaði sem fjármálastjóri N1.Hagnaður N1 jókst milli ára Hagnaður N1 jókst milli ára og nam 1,8 milljörðum króna á síðasta ári miðað við 1,6 milljarða árið 2014. Í skýrslu stjórnar kemur fram að tekjur N1 hafi dregist saman um 14 prósent, og fallið úr 57 milljörðum króna í 49 milljarða króna. Ástæða tekjusamdráttarins er fyrst og fremst sögð vera lækkandi olíuverð sem hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Stjórnin lagði til að greiddur yrði 1.050 milljónir í arð vegna starfsemi ársins 2015 eða sem samsvarar 3 krónum á hlut. Arðsemi eiginfjár var 19,9 prósent en eigið fé N1 nemur 7,7 milljörðum króna. Eignir nema 18,8 milljörðum og skuldir 11,1 milljarði króna. Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
N1 gjaldfærði 87 milljónir króna á síðasta ári vegna launagreiðslna og hlunninda til Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýútkomnum ársreikningi N1. Eggerti var sagt upp í febrúar á síðasta ári en fær greitt sem samsvarar 5,8 milljónum króna á mánuði frá byrjun síðasta árs og út mars á þessu ári. Árið 2014 fékk Eggert 55 milljónir króna greiddar í laun og hlunnindi eða sem samsvarar 4,8 milljónum króna á mánuði. N1 gaf út þegar Eggerti Benedikt var sagt upp að með uppsögninni væri verið að lækka kostnað við yfirstjórn félagsins. Fækka ætti framkvæmdastjórum um einn þar sem ekki ætti að ráða í stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs. Eggert Þór Kristófersson, sem starfaði sem fjármálastjóri fyrirtækisins, var ráðinn forstjóri í stað nafna síns. Launagreiðslur og hlunnindi N1 til stjórnarmanna og stjórnenda hækkuðu úr 163 milljónum í 237 milljónir króna milli ára eða um 45 prósent. Launagreiðslur til hins nýja forstjóra hækkuðu í 3,6 milljónir króna á mánuði úr 2,8 milljónum króna árið 2014, þegar Eggert Þór starfaði sem fjármálastjóri N1.Hagnaður N1 jókst milli ára Hagnaður N1 jókst milli ára og nam 1,8 milljörðum króna á síðasta ári miðað við 1,6 milljarða árið 2014. Í skýrslu stjórnar kemur fram að tekjur N1 hafi dregist saman um 14 prósent, og fallið úr 57 milljörðum króna í 49 milljarða króna. Ástæða tekjusamdráttarins er fyrst og fremst sögð vera lækkandi olíuverð sem hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Stjórnin lagði til að greiddur yrði 1.050 milljónir í arð vegna starfsemi ársins 2015 eða sem samsvarar 3 krónum á hlut. Arðsemi eiginfjár var 19,9 prósent en eigið fé N1 nemur 7,7 milljörðum króna. Eignir nema 18,8 milljörðum og skuldir 11,1 milljarði króna.
Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00
Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12