FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 13:46 FA vill að Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Vísir/Stefán Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga sem að mati FA fela í sér að einokunarstaða MS verði fest enn frekar í sessi. Því hvetur FA Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að búvörusamningarnir sem þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði fyrr á árinu muni taka breytingum í meðförum þingsins þar sem ekki er meirihluti fyrir samningunum. Þá sektaði Samkeppniseftirlitið MS um hálfan milljarð fyrir helgi vegna verðlagningar fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk en MS seldi Mjólku 2 mjólkina á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. „Í búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar eru ákvæði sem festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og þá undanþágu frá samkeppnislögum sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins getur Alþingi ekki leyft sér að staðfesta þann samning óbreyttan. Við ítrekum það sem FA hefur áður sagt; að þingið samþykki hvorki samninginn né frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörusamninga heldur leggi fyrir ráðherrann að semja upp á nýtt við bændur. Alþingi hefur löggjafarvaldið og hefur í hendi sér hvert framhald þessa máls verður. Bændasamtök Íslands segja löggjafarvaldinu ekki fyrir verkum, ekki ráðherrann heldur,“ segir Ólafur Stephensen formaður FA í frétt á vef félagsins. Að hans mati á Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. „Yfirlýsingar forsvarsmanna MS um að neytendur verði einfaldlega látnir taka höggið af refsingu samkeppnisyfirvalda fyrir lögbrot fyrirtækisins hljóta líka að vekja fólki ugg. Það að menn skuli leyfa sér að tala svona sýnir í raun í hversu yfirgnæfandi einokunarstöðu MS er; þar hafa menn engar áhyggjur af því að veikja samkeppnisstöðu sína með því að velta stjórnvaldssekt yfir á neytendur. Við hljótum að vera komin að þeim tímapunkti að samkeppnisyfirvöld íhugi að nýta heimildir sínar lögum samkvæmt til að skipta upp einokunarrisanum á mjólkurmarkaði,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga sem að mati FA fela í sér að einokunarstaða MS verði fest enn frekar í sessi. Því hvetur FA Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að búvörusamningarnir sem þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði fyrr á árinu muni taka breytingum í meðförum þingsins þar sem ekki er meirihluti fyrir samningunum. Þá sektaði Samkeppniseftirlitið MS um hálfan milljarð fyrir helgi vegna verðlagningar fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk en MS seldi Mjólku 2 mjólkina á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. „Í búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar eru ákvæði sem festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og þá undanþágu frá samkeppnislögum sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins getur Alþingi ekki leyft sér að staðfesta þann samning óbreyttan. Við ítrekum það sem FA hefur áður sagt; að þingið samþykki hvorki samninginn né frumvarp landbúnaðarráðherra um búvörusamninga heldur leggi fyrir ráðherrann að semja upp á nýtt við bændur. Alþingi hefur löggjafarvaldið og hefur í hendi sér hvert framhald þessa máls verður. Bændasamtök Íslands segja löggjafarvaldinu ekki fyrir verkum, ekki ráðherrann heldur,“ segir Ólafur Stephensen formaður FA í frétt á vef félagsins. Að hans mati á Alþingi að beita sér fyrir því afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. „Yfirlýsingar forsvarsmanna MS um að neytendur verði einfaldlega látnir taka höggið af refsingu samkeppnisyfirvalda fyrir lögbrot fyrirtækisins hljóta líka að vekja fólki ugg. Það að menn skuli leyfa sér að tala svona sýnir í raun í hversu yfirgnæfandi einokunarstöðu MS er; þar hafa menn engar áhyggjur af því að veikja samkeppnisstöðu sína með því að velta stjórnvaldssekt yfir á neytendur. Við hljótum að vera komin að þeim tímapunkti að samkeppnisyfirvöld íhugi að nýta heimildir sínar lögum samkvæmt til að skipta upp einokunarrisanum á mjólkurmarkaði,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10