Það er mikið slúðrað um þjálfaramálin hjá NY Knicks þessa dagana og nýjasta nýtt er að félagið hafi áhuga á David Blatt, fyrrum þjálfara Cleveland.
Kurt Rambos hefur stýrt liðinu síðan Derek Fisher var rekinn og hann er sagður eiga góða möguleika á að fá fastráðningu.
Blatt fór með Cleveland í úrslit NBA-deildarinnar í fyrra en var svo rekinn í janúar. Þá var Cleveland efst í Austurdeildinni með 30-11 árangur. Enginn þjálfari hafði áður verið rekinn með svo gott sigurhlutfall.
Patrick Ewing hefur einnig áhuga á starfinu og svo hafa nöfn Brian Shaw, Tom Thibodeau, Jeff van Gundy og Mark Jackson verið orðuð við starfið.
Blatt orðaður við Knicks
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti