James Harden búinn að bæta eitt óvinsælasta metið í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 14:30 James Harden. Vísir/Getty James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder) NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder)
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira