Uppboð á kvóta – spennandi tækifæri skjóðan skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun. Skjóðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun.
Skjóðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira