Sjötíu milljarða velta af kvikmyndaframleiðslu frá hruni jón hákon halldórsson skrifar 25. maí 2016 13:00 Árið 2013 var besta árið í kvikmyndaframleiðslu hingað til. Það ár voru myndirnar Noah og Walter Mitty teknar upp. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi velti yfir 70 milljörðum króna árin 2009-2015 og ársvelta hefur meira en tvöfaldast á því tímabili. Fjöldi starfa í kvikmyndaiðnaði hefur vaxið að sama skapi og eru nú 1.300 störf í greininni. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að helsta ástæða þessarar veltuaukningar séu þau erlendu verkefni sem hafi komið hingað til lands. „Það eitt og sér er ekki eina ástæðan en þar byrjar vöxturinn. Við sjáum hann 2011 og 2012 og svo er árið 2013 langstærsta árið í greininni,“ segir hann. Hilmar segir ásókn erlendra kvikmyndaframleiðenda hingað til lands skýrist af þremur þáttum. „Við erum með landslag sem er verið að sækjast eftir í myndunum. Við erum með hæft starfsfólk sem er alið upp í íslenskum kvikmyndaiðnaði og er almennt látið vel af. Svo er það endurgreiðslan. Þetta þrennt þarf að fara saman svo að þetta gangi allt upp,“ segir Hilmar. Hann bætir því við að ásóknin í kvikmyndað efni, bæði innlent og erlent, hafi aukist mjög mikið. Það skýri líka aukna veltu í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Hilmar er bjartsýnn á að íslenskir kvikmyndaframleiðendur geti aftur upplifað ár sem er sambærilegt við árið 2013. „Það eru margar vísbendingar um að árið í ár fari hátt í það – ef ekki yfir það. Það hefur þegar verið Fortitude fyrir austan og svo Fast 8 á Mývatni og Akranesi. Þannig að við sjáum alveg töluvert að gera í framleiðsluhlutanum í greininni.“ Hilmar segir að framleiðendur hafi fundið fyrir tortryggni í fjármála- og bankakerfinu gagnvart þessum hraða vexti. Að auki komi stundum upp tilfelli þar sem fólk þekkir ekki þær leiðir sem í boði eru til að fjármagna verkefni. Þess vegna standa Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins fyrir málþingi í Gamla bíói á fimmtudaginn klukkan fjögur. Þar mun Per Naumann, forstjóri European Film Bonds, fjalla um framboð á ýmiss konar tryggingum í tengslum við fjármögnun kvikmynda. Mads Peter Ole Olsen, forstöðumaður Norðurlandadeildar franska bankans Natixis Coficíné, fjallar um fjármögnun og lán vegna kvikmynda. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi velti yfir 70 milljörðum króna árin 2009-2015 og ársvelta hefur meira en tvöfaldast á því tímabili. Fjöldi starfa í kvikmyndaiðnaði hefur vaxið að sama skapi og eru nú 1.300 störf í greininni. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að helsta ástæða þessarar veltuaukningar séu þau erlendu verkefni sem hafi komið hingað til lands. „Það eitt og sér er ekki eina ástæðan en þar byrjar vöxturinn. Við sjáum hann 2011 og 2012 og svo er árið 2013 langstærsta árið í greininni,“ segir hann. Hilmar segir ásókn erlendra kvikmyndaframleiðenda hingað til lands skýrist af þremur þáttum. „Við erum með landslag sem er verið að sækjast eftir í myndunum. Við erum með hæft starfsfólk sem er alið upp í íslenskum kvikmyndaiðnaði og er almennt látið vel af. Svo er það endurgreiðslan. Þetta þrennt þarf að fara saman svo að þetta gangi allt upp,“ segir Hilmar. Hann bætir því við að ásóknin í kvikmyndað efni, bæði innlent og erlent, hafi aukist mjög mikið. Það skýri líka aukna veltu í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Hilmar er bjartsýnn á að íslenskir kvikmyndaframleiðendur geti aftur upplifað ár sem er sambærilegt við árið 2013. „Það eru margar vísbendingar um að árið í ár fari hátt í það – ef ekki yfir það. Það hefur þegar verið Fortitude fyrir austan og svo Fast 8 á Mývatni og Akranesi. Þannig að við sjáum alveg töluvert að gera í framleiðsluhlutanum í greininni.“ Hilmar segir að framleiðendur hafi fundið fyrir tortryggni í fjármála- og bankakerfinu gagnvart þessum hraða vexti. Að auki komi stundum upp tilfelli þar sem fólk þekkir ekki þær leiðir sem í boði eru til að fjármagna verkefni. Þess vegna standa Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins fyrir málþingi í Gamla bíói á fimmtudaginn klukkan fjögur. Þar mun Per Naumann, forstjóri European Film Bonds, fjalla um framboð á ýmiss konar tryggingum í tengslum við fjármögnun kvikmynda. Mads Peter Ole Olsen, forstöðumaður Norðurlandadeildar franska bankans Natixis Coficíné, fjallar um fjármögnun og lán vegna kvikmynda.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent