Jerry Sloan, fyrrum þjálfari Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta og meðlimur í heiðurshöll körfuboltans, tilkynnti það í gær að hann sé að glíma við Parkinsonsveiki og hann þjáist jafnframt af minnisleysi tengdu sjúkdómnum.
Jerry Sloan er 74 ára gamall en hann hefur ekki þjálfað í NBA-deildinni síðan að hann hætti með Utah Jazz liðið 2011.
Sloan greindist með sjúkdóminn síðasta haust en hann sagði Salt Lake Tribune frá veikindum sínum í gær. Hann segir ástæðu þess að hann segir nú frá þessu er að einkenni veikindanna séu nú orðin greinileg.
Jerry Sloan var einn virtasti þjálfari NBA-deildarinnar á tíma sínum með Utah Jazz frá 1988 til 2011 en hann spilaði einnig sjálfur í 11 ár í NBA-deildinni þar af í tíu ár með Chicago Bulls.
Toppur Sloan sem þjálfara Utah Jazz var þegar hann fór með liðið í úrslit NBA-deildarinnar tvö ár í röð, 1997 og 1998, en liðið tapaði þá í bæði skiptin fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. Karl Malone og John Stockton voru í fararbroddi í Utah-liðinu stærsta hluta tíma Sloan með liðið.
Jerry Sloan var þriðji í sigurleikjum þegar hann hætti þjálfun en lið hans unnu 1221 leik eða 60,3 prósent leikja í boði undir hans stjórn.
Jazz-liðið vann þrettán sinnum 50 leiki á tímabili í tíð hans og sextán tímabil í röð vann liðið fleiri leiki en það tapaði.
Jerry Sloan með Parkinsonsveikina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn

