Dohop hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2016 11:02 Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Mynd/Rannís Fyrirtækið Dohop hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nýsköpunarþingið var haldið á Grand hótel og var það vel sótt. Yfirskrift þingsins var: Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum. Tækifæri í samvinnu? Dohop hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016. Dohop er tæknifyrirtæki í ferðageiranum. Það var stofnað árið 2004 og á skrifstofu félagsins í Reykjavík starfa 30 manns við þróun og markaðssetningu vefsins Dohop.com. Hingað til hafa mestar tekjur Dohop komið frá rekstri vefsíðunnar en nú blasa við nýir tímar. Fyrirtækið hefur gert samninga við Gatwick flugvöll, rússneska leitarrisann Yandex og bandarísku ferðaskrifstofuna Fareportal um kaup á aðgangi að tækni Dohop. Að sögn Davíðs Gunnarssonar eru fjölmargar samningar í burðarliðnum og hyggur fyrirtækið á frekari sókn. Í tilkynningu segir hann:Kjarninn í Dohop er flugleitartæknin okkar. Hún er einstök að því leyti að hún púslar saman flugmiðum frá hvaða flugfélagi sem er, svokallað self-connect. Með tækni Dohop er hægt að finna tengingar á milli flugfélaga sem ekki finnast annars staðar og það gerir okkur mögulegt að semja við fyrirtæki á borð við Gatwick, en við hjálpum þeim að fjölga farþegum um sinn flugvöll með því að púsla saman flugum með Easyjet og öðrum flugfélögum.Dohop hefur unnið til nokkurra verðlauna á undanförnum árum, m.a. var Dohop útnefnt World's Leading Flight Comparison Website á World Travel Awards árið 2014 og tilnefnt aftur 2015. Dohop vann USA Today Reader's Choice Award sem Best app/website for transportation og var tilnefnt til Eyefortravel verðlaunanna fyrir Best Mobile App og Best Mobile User Experience í San Francisco í mars 2016. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hugmynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fyrirtækið Dohop hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nýsköpunarþingið var haldið á Grand hótel og var það vel sótt. Yfirskrift þingsins var: Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum. Tækifæri í samvinnu? Dohop hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016. Dohop er tæknifyrirtæki í ferðageiranum. Það var stofnað árið 2004 og á skrifstofu félagsins í Reykjavík starfa 30 manns við þróun og markaðssetningu vefsins Dohop.com. Hingað til hafa mestar tekjur Dohop komið frá rekstri vefsíðunnar en nú blasa við nýir tímar. Fyrirtækið hefur gert samninga við Gatwick flugvöll, rússneska leitarrisann Yandex og bandarísku ferðaskrifstofuna Fareportal um kaup á aðgangi að tækni Dohop. Að sögn Davíðs Gunnarssonar eru fjölmargar samningar í burðarliðnum og hyggur fyrirtækið á frekari sókn. Í tilkynningu segir hann:Kjarninn í Dohop er flugleitartæknin okkar. Hún er einstök að því leyti að hún púslar saman flugmiðum frá hvaða flugfélagi sem er, svokallað self-connect. Með tækni Dohop er hægt að finna tengingar á milli flugfélaga sem ekki finnast annars staðar og það gerir okkur mögulegt að semja við fyrirtæki á borð við Gatwick, en við hjálpum þeim að fjölga farþegum um sinn flugvöll með því að púsla saman flugum með Easyjet og öðrum flugfélögum.Dohop hefur unnið til nokkurra verðlauna á undanförnum árum, m.a. var Dohop útnefnt World's Leading Flight Comparison Website á World Travel Awards árið 2014 og tilnefnt aftur 2015. Dohop vann USA Today Reader's Choice Award sem Best app/website for transportation og var tilnefnt til Eyefortravel verðlaunanna fyrir Best Mobile App og Best Mobile User Experience í San Francisco í mars 2016. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hugmynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira