Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Margar stórar skottertur og flugeldar munu hverfa af markaðnum eftir þessi áramót. Ástæðan er breytt reglugerð vegna Evróputilskipunar. vísir/vilhelm Áætlað er að um þrjátíu prósent af flugeldaframboði sem björgunarsveitir bjóða núna til sölu verði ekki til sölu á næsta ári. Um 30 prósent af tekjunum hverfa með þessum vörum. Ástæðan er breyting á reglugerð um flugelda sem tekur gildi 15. janúar næstkomandi. Breytingin, sem er gerð í samræmi við Evróputilskipun, felur í sér að allir skoteldar þurfi að vera CE-vottaðir og fylgja þurfi tilteknum stöðlum sem þýðir að púðurmagn í þeim skoteldum sem heimilt er að selja minnkar. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að á næsta ári verði brugðist við þessum aðstæðum með breyttu vöruúrvali.Jón Ingi SigvaldasonJón Ingi segir ágæta stemningu fyrir flugeldasölunni þetta árið. „Þetta byrjar náttúrlega alltaf rólega, en fólk virðist vera spenntara en oft áður. Sérstaklega er maður að finna það úti á landi, viðskiptavinir eru argir yfir því að þetta er að fara og þeir eru að tryggja sér sínar bombur,“ segir hann. Veðurguðirnir ættu að verða skotglöðum Íslendingum hliðhollir á gamlárskvöld. Búist er við að á laugardag verði minnkandi norðanátt og snjókoma. Sums staðar él við norðausturströndina en annars léttskýjað. „Þannig að það er útlit fyrir fínasta veður,“ segir Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Jón Ingi segir Landsbjörg ekki gera áætlanir um sölutekjur fyrir hver áramót. „Við komum ekkert nálægt sölunni sjálfri. Það eina sem ég kem nálægt sölunni sjálfri er að ég geri auglýsingaplan og auglýsi og afhendi sveitunum vörurnar. En sveitirnar eru með söluna á sínum snærum. Ég er bara í innkaupum,“ segir Jón Ingi, sem segist jafnframt ekki fá upplýsingar frá sveitunum sjálfum. „Nema einni og einni sem hringir og lætur mann vita,“ segir hann. Hann segir alla fjáröflun björgunarsveitanna vera þannig að hún skili sér beint til sveitanna sjálfra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Áætlað er að um þrjátíu prósent af flugeldaframboði sem björgunarsveitir bjóða núna til sölu verði ekki til sölu á næsta ári. Um 30 prósent af tekjunum hverfa með þessum vörum. Ástæðan er breyting á reglugerð um flugelda sem tekur gildi 15. janúar næstkomandi. Breytingin, sem er gerð í samræmi við Evróputilskipun, felur í sér að allir skoteldar þurfi að vera CE-vottaðir og fylgja þurfi tilteknum stöðlum sem þýðir að púðurmagn í þeim skoteldum sem heimilt er að selja minnkar. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að á næsta ári verði brugðist við þessum aðstæðum með breyttu vöruúrvali.Jón Ingi SigvaldasonJón Ingi segir ágæta stemningu fyrir flugeldasölunni þetta árið. „Þetta byrjar náttúrlega alltaf rólega, en fólk virðist vera spenntara en oft áður. Sérstaklega er maður að finna það úti á landi, viðskiptavinir eru argir yfir því að þetta er að fara og þeir eru að tryggja sér sínar bombur,“ segir hann. Veðurguðirnir ættu að verða skotglöðum Íslendingum hliðhollir á gamlárskvöld. Búist er við að á laugardag verði minnkandi norðanátt og snjókoma. Sums staðar él við norðausturströndina en annars léttskýjað. „Þannig að það er útlit fyrir fínasta veður,“ segir Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Jón Ingi segir Landsbjörg ekki gera áætlanir um sölutekjur fyrir hver áramót. „Við komum ekkert nálægt sölunni sjálfri. Það eina sem ég kem nálægt sölunni sjálfri er að ég geri auglýsingaplan og auglýsi og afhendi sveitunum vörurnar. En sveitirnar eru með söluna á sínum snærum. Ég er bara í innkaupum,“ segir Jón Ingi, sem segist jafnframt ekki fá upplýsingar frá sveitunum sjálfum. „Nema einni og einni sem hringir og lætur mann vita,“ segir hann. Hann segir alla fjáröflun björgunarsveitanna vera þannig að hún skili sér beint til sveitanna sjálfra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira