Upphefð hinna uppteknu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Þessi tilhneiging hefur verið rík síðustu ár. Líkt og fátt þyki fínna. Hámörkun mannlegrar upphefðar. Fólk segir frá því á innsoginu og stækkar samstundis um nokkur númer. Ég er bara svo ótrúlega bissí. Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu. Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi. Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hugmyndina um velgengni? Nýtur sá ekki mestrar velgengni sem hefur hvað mest frelsi? Sá sem hefur vald yfir eigin tíma? Sá sem hámarkar eigin hamingju - jafnvel annarra? Sá sem alls ekki er alltaf svo upptekinn? Mörg einblínum við svo á framtíðar velgengni að við sjáum ekki dásemdir dagsins í dag. Reglulega erum við svo áminnt um dauðann sem gæti vitjað okkar hvenær sem er. Tíminn er takmarkaður. Lífið er ekki á morgun. Það hefst ekki einbýlishúsi síðar. Það hefst ekki stöðuhækkun síðar. Lífið er núna. Gleymum ekki að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Þessi tilhneiging hefur verið rík síðustu ár. Líkt og fátt þyki fínna. Hámörkun mannlegrar upphefðar. Fólk segir frá því á innsoginu og stækkar samstundis um nokkur númer. Ég er bara svo ótrúlega bissí. Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu. Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi. Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hugmyndina um velgengni? Nýtur sá ekki mestrar velgengni sem hefur hvað mest frelsi? Sá sem hefur vald yfir eigin tíma? Sá sem hámarkar eigin hamingju - jafnvel annarra? Sá sem alls ekki er alltaf svo upptekinn? Mörg einblínum við svo á framtíðar velgengni að við sjáum ekki dásemdir dagsins í dag. Reglulega erum við svo áminnt um dauðann sem gæti vitjað okkar hvenær sem er. Tíminn er takmarkaður. Lífið er ekki á morgun. Það hefst ekki einbýlishúsi síðar. Það hefst ekki stöðuhækkun síðar. Lífið er núna. Gleymum ekki að njóta.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun