Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. mars 2016 14:30 Guðmundur í landsleik með Dönum. vísir/getty Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“ Handbolti Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“
Handbolti Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira