Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 12:00 Kobe Bryant á síðasta blaðamannafundinum. Vísir/Getty Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik. NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik.
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti