38 ára gamall og með þrjá milljarða í laun á ári í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 15:15 Dirk Nowitzki hefur ástæðu til að brosa eftir að nýr samningar var í höfn. Vísir/Getty Dirk Nowitzki hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla skrifað undir nýjan samning við NBA-liðið Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað öll átján tímabilin sín í NBA-deildinni í körfubolta. Dallas Mavericks var tilbúið að borga honum 50 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning eða meira sex milljarða íslenskra króna. AP- fréttastofan segir frá. Dirk Nowitzki hefur kannski ekki verið á lúsalaunum undanfarin ár en þær átta milljónir dollara sem hann fékk fyrir síðustu tvö tímabil var þó mun minna en hann hefði getað fengið. Hann „fórnaði" sér til að hjálpa Dallas við að ná í betri leikmenn. Nú fær hann hinsvegar flottan samning. Nowitzki er orðinn 38 ára gamall og ekki slæmt fyrir íþróttamann á hans aldri að fá 3 milljarða íslenskra króna í árslaun. Hann fær 25 milljónir dollara fyrir tímabilið 2016-17 og verður þar með launahæsti leikmaður Dallas Mavericks liðsins en Harrison Barnes, sem kemur frá Golden State Warriors, fær 22 milljónir dollara fyrir komandi tímabil. Dirk Nowitzki hefur sett stefnuna á það að spila tvö tímabil til viðbótar og ná þar með 20 tímabilum í NBA-deildinni. Hann var með 18.3 stig, 65, fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali á 31,5 mínútu á síðasta tímabili en skotnýtingin (44,8 prósent) hafði ekki verið lægri síðan á nýliðaárinu. Dirk Nowitzki hefur nú þegar spilað 1340 deildarleiki Í NBA og skorað í þeim 29491 stig. Hann verður væntanlega á næsta tímabili aðeins sjötti leikmaðurinn til að skora 30 þúsund stig í NBA. Hinir eru Kareem Abdul-Jabbar (38387), Karl Malone (36928), Kobe Bryant (33643), Michael Jordan (32292) og Wilt Chamberlain (31419). NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Dirk Nowitzki hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla skrifað undir nýjan samning við NBA-liðið Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað öll átján tímabilin sín í NBA-deildinni í körfubolta. Dallas Mavericks var tilbúið að borga honum 50 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning eða meira sex milljarða íslenskra króna. AP- fréttastofan segir frá. Dirk Nowitzki hefur kannski ekki verið á lúsalaunum undanfarin ár en þær átta milljónir dollara sem hann fékk fyrir síðustu tvö tímabil var þó mun minna en hann hefði getað fengið. Hann „fórnaði" sér til að hjálpa Dallas við að ná í betri leikmenn. Nú fær hann hinsvegar flottan samning. Nowitzki er orðinn 38 ára gamall og ekki slæmt fyrir íþróttamann á hans aldri að fá 3 milljarða íslenskra króna í árslaun. Hann fær 25 milljónir dollara fyrir tímabilið 2016-17 og verður þar með launahæsti leikmaður Dallas Mavericks liðsins en Harrison Barnes, sem kemur frá Golden State Warriors, fær 22 milljónir dollara fyrir komandi tímabil. Dirk Nowitzki hefur sett stefnuna á það að spila tvö tímabil til viðbótar og ná þar með 20 tímabilum í NBA-deildinni. Hann var með 18.3 stig, 65, fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali á 31,5 mínútu á síðasta tímabili en skotnýtingin (44,8 prósent) hafði ekki verið lægri síðan á nýliðaárinu. Dirk Nowitzki hefur nú þegar spilað 1340 deildarleiki Í NBA og skorað í þeim 29491 stig. Hann verður væntanlega á næsta tímabili aðeins sjötti leikmaðurinn til að skora 30 þúsund stig í NBA. Hinir eru Kareem Abdul-Jabbar (38387), Karl Malone (36928), Kobe Bryant (33643), Michael Jordan (32292) og Wilt Chamberlain (31419).
NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira