Hélt að símtalið frá Alfreð væri aprílgabb Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 09:45 Erlend Mamelund fagnar marki í leik með Kiel. Vísir/Getty Handboltamaðurinn Erlend Mamelund var kominn aftur heim til Noregs og byrjaður að vinna sem endurskoðandi samhliða því að spila með uppeldisfélaginu Haslum. Mamelund hafði átt fínan feril og spilað með sterkum liðum í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. En hann var sáttur við að vera kominn heim og var þar að auki hættur að spila með norska landsliðinu. „Ég var hættur að spila handbolta í hæsta gæðaflokki og afþakkaði öll tilboð sem komu frá erlendum félögum,“ sagði Mamelund í viðtali við VG í vikunni. Hann er nú staddur með norska landsliðinu í Herning í Danmörku þar sem Noregur mun berjast um að komast á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Sjá einnig: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum „Það þurfti eitthvað nýtt til að koma mér í burtu að heiman. Ég grínaðist með að það eina sem gæti fengið mig til að fara frá Noregi á ný væri tilboð frá handboltarisanum Kiel. En ég taldi það afar ólíklegt.“ Svo í júlí í fyrra breyttust öll plön hjá Mamelund. Hann fékk SMS frá styrktarþjálfarnaum Ole Martin Viken sem starfar hjá norska landsliðinu. Viken var áður hjá Kiel og sagði Mamelund að búast við símtali frá Alfreð Gíslasyni síðar um daginn. „Fyndið. Er þetta aprílgabb?“ var svar Mamelund. „Ég tók þessu ekki alvarlega. Ég var að sinna einhverjum verkum úti og dagurinn leið. Svo fékk ég símtalið.“ Alfreð hafði vissulega hringt í hann og vildi vita hvort að Mamelund myndi íhuga að koma til Þýskalands. Sjá einnig: Mamelund samdi við Kiel „Ég sagði honum að ég væri nýkvæntur og að þetta kæmi skyndilega upp. Það skildi hann vel og hann ætlaði að hringja aftur næsta dag. Ég ræddi þetta allt við eiginkonuna og þó svo að það var alls ekki í plönum okkar að búa í sínu hvoru landinu þá sýndi hún þessu mikinn skilning og við fundum lausn á þessu.“ Mamelund skrifaði undir eins árs samning við Kiel og hefur átt velgengni að fagna þar. Hann komst svo aftur í norska landsliðið sem átti frábært Evrópumót í Póllandi og hafnaði í fjórða sæti. Og nú er hann stutt frá því að láta draum sinn rætast um að keppa á Ólympíuleikum. „Ég hef upplifað margt skemmtilegt á þessu ári. Bæði í Kiel og á EM, sem var hápunktur ferilsins.“ Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 19:54 Mamelund samdi við Kiel Kiel beið ekki boðanna með að styrkja lið sitt eftir að Filip Jicha fór til Barcelona. 19. ágúst 2015 10:15 Kiel á leikmann í öllum undanúrslitaliðunum Kiel er eina félagið sem getur státað sig af því að eiga leikmann í öllum liðum undanúrslitaliðanna á EM. Vísir kíkir á tölfræðina fyrir úrslitahelgina. 29. janúar 2016 10:15 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Handboltamaðurinn Erlend Mamelund var kominn aftur heim til Noregs og byrjaður að vinna sem endurskoðandi samhliða því að spila með uppeldisfélaginu Haslum. Mamelund hafði átt fínan feril og spilað með sterkum liðum í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. En hann var sáttur við að vera kominn heim og var þar að auki hættur að spila með norska landsliðinu. „Ég var hættur að spila handbolta í hæsta gæðaflokki og afþakkaði öll tilboð sem komu frá erlendum félögum,“ sagði Mamelund í viðtali við VG í vikunni. Hann er nú staddur með norska landsliðinu í Herning í Danmörku þar sem Noregur mun berjast um að komast á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Sjá einnig: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum „Það þurfti eitthvað nýtt til að koma mér í burtu að heiman. Ég grínaðist með að það eina sem gæti fengið mig til að fara frá Noregi á ný væri tilboð frá handboltarisanum Kiel. En ég taldi það afar ólíklegt.“ Svo í júlí í fyrra breyttust öll plön hjá Mamelund. Hann fékk SMS frá styrktarþjálfarnaum Ole Martin Viken sem starfar hjá norska landsliðinu. Viken var áður hjá Kiel og sagði Mamelund að búast við símtali frá Alfreð Gíslasyni síðar um daginn. „Fyndið. Er þetta aprílgabb?“ var svar Mamelund. „Ég tók þessu ekki alvarlega. Ég var að sinna einhverjum verkum úti og dagurinn leið. Svo fékk ég símtalið.“ Alfreð hafði vissulega hringt í hann og vildi vita hvort að Mamelund myndi íhuga að koma til Þýskalands. Sjá einnig: Mamelund samdi við Kiel „Ég sagði honum að ég væri nýkvæntur og að þetta kæmi skyndilega upp. Það skildi hann vel og hann ætlaði að hringja aftur næsta dag. Ég ræddi þetta allt við eiginkonuna og þó svo að það var alls ekki í plönum okkar að búa í sínu hvoru landinu þá sýndi hún þessu mikinn skilning og við fundum lausn á þessu.“ Mamelund skrifaði undir eins árs samning við Kiel og hefur átt velgengni að fagna þar. Hann komst svo aftur í norska landsliðið sem átti frábært Evrópumót í Póllandi og hafnaði í fjórða sæti. Og nú er hann stutt frá því að láta draum sinn rætast um að keppa á Ólympíuleikum. „Ég hef upplifað margt skemmtilegt á þessu ári. Bæði í Kiel og á EM, sem var hápunktur ferilsins.“
Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 19:54 Mamelund samdi við Kiel Kiel beið ekki boðanna með að styrkja lið sitt eftir að Filip Jicha fór til Barcelona. 19. ágúst 2015 10:15 Kiel á leikmann í öllum undanúrslitaliðunum Kiel er eina félagið sem getur státað sig af því að eiga leikmann í öllum liðum undanúrslitaliðanna á EM. Vísir kíkir á tölfræðina fyrir úrslitahelgina. 29. janúar 2016 10:15 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30
Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 19:54
Mamelund samdi við Kiel Kiel beið ekki boðanna með að styrkja lið sitt eftir að Filip Jicha fór til Barcelona. 19. ágúst 2015 10:15
Kiel á leikmann í öllum undanúrslitaliðunum Kiel er eina félagið sem getur státað sig af því að eiga leikmann í öllum liðum undanúrslitaliðanna á EM. Vísir kíkir á tölfræðina fyrir úrslitahelgina. 29. janúar 2016 10:15