Viðskipti innlent

Fimm prósent fyrir­tækja þykja fram­úr­skarandi

Ingvar Haraldsson skrifar
Stefán Björnsson Önundarson, markaðsstjóri Creditinfo.
Stefán Björnsson Önundarson, markaðsstjóri Creditinfo.
Um fimm prósent fyrirtækja á Íslandi sem eru í rekstri teljast framúrskarandi samkvæmt Credit­info. Alls hljóta 681 fyrirtæki viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki“ hjá Credit­info fyrir árið 2015. Nær fjórfalt fleiri fyrirtæki þykja framúrskarandi nú en árið 2010 þegar viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn, þá voru 178 fyrirtæki talin framúrskarandi.

Stefán Björnsson Önundarson, markaðsstjóri Creditinfo, segir fjölgun fyrirtækja vera til marks um batnandi efnahagslíf. Þó komi á óvart að sú atvinnugrein þar sem hæsta hlutfall fyrirtækjanna er á vanskilaskrá á eftir byggingariðnaði sé Heild-og smásöluverslun. Staða þeirra hafi versnað miðað við uppgjör félaganna.

Stefán á hins vegar von á því að framúrskarandi fyrirtækjum fækki á næsta ári vegna nýrra laga um ársreikninga sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Þar er kveðið á um að sekta verði fyrirtæki sem ekki hafi skilað ársreikningi fyrir 1. september.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Líkur á alvarlegum vanskilum eru minni en 0,5%
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Rekstrarform ehf., hf. eða svf.
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo





Fleiri fréttir

Sjá meira


×