Þýskaland er komið áfram í undanúrslitin á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á sterku liði Dana í kvöld. Þjóðverjar hafa náð frábærum árangri undir stjórn Dags Sigurðssonar og virðast nú til alls líklegir á mótinu.
„Við erum auðvtað himinlifandi. Fyrir utanaðkomandi virðist það ef til vill óvænt að við séum nú komnir í undanúrslit en það kemur okkur ekki á óvart,“ sagði Dagur eftir leikinn.
Sjá einnig: Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
„Liðið hefur vaxið með hverjum leiknum á EM og það var tilbúið fyrir þennan leik. Ég er algjörlega himinlifandi með þennan sigur,“ sagði þjálfarinn enn fremur.
Markvörðurinn Andreas Wolff er ein stjarna mótsins til þessa og hann var nánast orðlaus eftir leikinn í kvöld.
„Þetta var frábær leikur gegn sterkum andstæðingi. Við héldum einfaldlega áfram að spila eins og við höfum gert og nýttum okkar helstu styrkleika - liðsanda og vilja. Ég tel í hreinskilni sagt að það sé ekkert lið sem vilji mæta okkur núna,“ sagði Wolff.
Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit.

Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur
Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku.