Eitt lítið símtal felldi byggingarisana tvo Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. desember 2016 06:00 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. vísir/valli „Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira