Bjarni Ben svarar pistlahöfundi Wall Street Journal fullum hálsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2016 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, skrifar grein í bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í gær þar sem hann svarar pistli James K. Glassman sem birtist í blaðinu þann 13. júní. Pistill Glassman, sem er stofnandi George W. Bush-stofnunarinnar, bar yfirskriftina „Norður-evrópska landið sem hermir eftir Argentínu.“ Eins og nafnið ber með sér líkir Glassman Íslandi við Argentínu í grein sinni og vísar hann aðallega til aðgerða stjórnvalda við losun fjármagnshafta og aflandskrónuútboðið sem fer einmitt fram í dag. Að mati Glassman brjóta stjórnvöld lög með útboðinu sem hann segir gert til þess að sparka fjárfestum út úr landinu í stað þess að reyna að lokka þá til landsins. „Að fara fram með glannalegum hætti í samskiptum við erlenda fjárfesta mun halda skapinu dapurlegu [í íslensku samfélagi]. Ísland er á réttri leið en með því að gera lítið úr lykilatriði – virðingu fyrir réttarríkinu – sem mun eflaust draga kjark úr fjárfestum í framtíðinni. Það seinasta sem Ísland þarf er orðspor um að það sé hrímuð útgáfa af óþokkanum sem var Argentína Cristinu Kirchner sem ögraði alþjóðlegum viðmiðum í fjármálageiranum.“Sjá einnig: Bandarískir vogunarsjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignaréttiHlægilegt að líkja Íslandi við Argentínu Þá segir Glassman einnig að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína gerði árið 2001. Í svargrein sinni segir Bjarni að það sem Glassman gefi í skyn með yfirskrift pistils síns, að Ísland sé hermikráka Argentínu, sé hlægilegt í augum allra þeirra sem þekki þó ekki nema lítið til þess hvað gerðist annars vegar í kreppunni í Argentínu og hins vegar í kreppunni á Íslandi. Í greininni rekur Bjarni aðdraganda þess að bankarnir á Íslandi fóru í þrot og það hvers vegna gjaldeyrishöft voru sett hér á. Með höftunum voru aflandskrónurnar, sem voru afleiðing vaxtamunarviðskipta, læstar inn í landinu en líkt og Bjarni nefnir í grein sinni hafa erlendir vogunarsjóðir, sem Glassman hefur meðal annars unnið fyrir, keypt þessar krónueignir af upphaflegu fjárfestunum á miklum afslætti. „Þrátt fyrir að þessar fjárfestingar hafi verið keyptar með fullri vitund um að þær væru læstar inn í hagkerfi með fjarmagnshöftum trúa vogunarsjóðir því nú að þeir eigi rétt á að vera losaðir úr þessari stöðu með miklum hagnaði áður en Ísland byrjar að losa um gjaldeyrishöft á almenning,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Seðlabankanum verður heimilt að sekta einstaklinga um allt að 65 milljónir á dagAðeins eitt sem Ísland á sameiginlegt með Argentínu Þá segir hann það fjarri lagið að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína á sínum tíma. „Ísland hefur ekki verið í vanskilum með nein ríkislán og áætlar ekki að svo verði. Herra Glassman trúir því augljóslega að það að setja á gjaldeyrishöft í kjölfar efnahagshruns jafngildi því að fara í vanskil með greiðslur á erlendum skuldum ríkissjóðs.“ Bjarni endar síðan grein sína á því að nefna að Argentína og Ísland eigi aðeins eitt sameiginlegt þegar kemur að hruni fjármálakerfis: „Í kjölfar hrunsins keyptu nokkrir vogunarsjóðir innlendar eignir á slikk. Ef þeir eru ósáttir við gróðann sem þeir fá út úr þessum viðskiptum er næsta víst að greinar eftir fullrúa vogunarsjóðanna birtist í fjölmiðlum.“ Lesa grein Bjarna á vef fjármálaráðuneytisins. Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, skrifar grein í bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í gær þar sem hann svarar pistli James K. Glassman sem birtist í blaðinu þann 13. júní. Pistill Glassman, sem er stofnandi George W. Bush-stofnunarinnar, bar yfirskriftina „Norður-evrópska landið sem hermir eftir Argentínu.“ Eins og nafnið ber með sér líkir Glassman Íslandi við Argentínu í grein sinni og vísar hann aðallega til aðgerða stjórnvalda við losun fjármagnshafta og aflandskrónuútboðið sem fer einmitt fram í dag. Að mati Glassman brjóta stjórnvöld lög með útboðinu sem hann segir gert til þess að sparka fjárfestum út úr landinu í stað þess að reyna að lokka þá til landsins. „Að fara fram með glannalegum hætti í samskiptum við erlenda fjárfesta mun halda skapinu dapurlegu [í íslensku samfélagi]. Ísland er á réttri leið en með því að gera lítið úr lykilatriði – virðingu fyrir réttarríkinu – sem mun eflaust draga kjark úr fjárfestum í framtíðinni. Það seinasta sem Ísland þarf er orðspor um að það sé hrímuð útgáfa af óþokkanum sem var Argentína Cristinu Kirchner sem ögraði alþjóðlegum viðmiðum í fjármálageiranum.“Sjá einnig: Bandarískir vogunarsjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignaréttiHlægilegt að líkja Íslandi við Argentínu Þá segir Glassman einnig að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína gerði árið 2001. Í svargrein sinni segir Bjarni að það sem Glassman gefi í skyn með yfirskrift pistils síns, að Ísland sé hermikráka Argentínu, sé hlægilegt í augum allra þeirra sem þekki þó ekki nema lítið til þess hvað gerðist annars vegar í kreppunni í Argentínu og hins vegar í kreppunni á Íslandi. Í greininni rekur Bjarni aðdraganda þess að bankarnir á Íslandi fóru í þrot og það hvers vegna gjaldeyrishöft voru sett hér á. Með höftunum voru aflandskrónurnar, sem voru afleiðing vaxtamunarviðskipta, læstar inn í landinu en líkt og Bjarni nefnir í grein sinni hafa erlendir vogunarsjóðir, sem Glassman hefur meðal annars unnið fyrir, keypt þessar krónueignir af upphaflegu fjárfestunum á miklum afslætti. „Þrátt fyrir að þessar fjárfestingar hafi verið keyptar með fullri vitund um að þær væru læstar inn í hagkerfi með fjarmagnshöftum trúa vogunarsjóðir því nú að þeir eigi rétt á að vera losaðir úr þessari stöðu með miklum hagnaði áður en Ísland byrjar að losa um gjaldeyrishöft á almenning,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Seðlabankanum verður heimilt að sekta einstaklinga um allt að 65 milljónir á dagAðeins eitt sem Ísland á sameiginlegt með Argentínu Þá segir hann það fjarri lagið að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína á sínum tíma. „Ísland hefur ekki verið í vanskilum með nein ríkislán og áætlar ekki að svo verði. Herra Glassman trúir því augljóslega að það að setja á gjaldeyrishöft í kjölfar efnahagshruns jafngildi því að fara í vanskil með greiðslur á erlendum skuldum ríkissjóðs.“ Bjarni endar síðan grein sína á því að nefna að Argentína og Ísland eigi aðeins eitt sameiginlegt þegar kemur að hruni fjármálakerfis: „Í kjölfar hrunsins keyptu nokkrir vogunarsjóðir innlendar eignir á slikk. Ef þeir eru ósáttir við gróðann sem þeir fá út úr þessum viðskiptum er næsta víst að greinar eftir fullrúa vogunarsjóðanna birtist í fjölmiðlum.“ Lesa grein Bjarna á vef fjármálaráðuneytisins.
Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent