Saka hvorir aðra um að hindra samkeppni á matvörumarkaði Ingvar Haraldsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtakanna. vísir/stefán Bændasamtökin og forsvarsmenn verslunar telja hvor um sig hinn aðilann standa í vegi fyrir samkeppni á matvörumarkaði. Í skýrslu Bændasamtakanna um matvöruverð er fullyrt að lækkanir á sköttum og gjöldum auk styrkingar á gengi krónunnar hafi ekki skilað sér í lækkunum á vöruverði á dagvörumarkaði. Vísbendingar séu um að álagning innlendra birgja og smásöluverslana hafi hækkað á innflutningi.Ólafur StephensenEr Samkeppniseftirlitið hvatt til að beita sér meira til að auka samkeppni á dagvörumarkaði. Stjórnvöld og fleiri þurfi að beita sér svo lækkanir á álögum og gjöldum skili sér til neytenda. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir skýrsluna með ólíkindum, í henni sé fjöldi rangfærslna og ósanninda. „Að þetta sé þakklæti þessara forystumanna til verslunarinnar,“ segir Finnur. Fullyrðingar um háa álagningu dagvöruverslana séu rangar. „Landbúnaðarvörur eru seldar hér með algjörri lámarksálagningu og það vita Bændasamtökin,“ segir Finnur. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir einnig skýrsluna. „Það er gripið í ýmis hálmstrá um að hátt matvælaverð á Íslandi sé öðru að kenna en skorti á samkeppni í íslenskum landbúnaði,“ segir Ólafur.Finnur Árnason„En eitt stærsta atriðið til að tryggja samkeppni á íslenskum matvörumarkaði í heild er að innlendir matvælaframleiðendur fái meiri erlenda samkeppni. Bændasamtökin hafa borið sig illa undan erlendri samkeppni í formi vöru í lægri tollum sem komið hefur inn á þennan markað,“ segir Ólafur. Aö sögn Ólafs er samkeppni í innflutningi og heildsölu á matvöru svo mikil að fyrirtæki hafi ekki efni á að sleppa verðlækkunum þegar gengisstyrking eða lækkanir gjalda gefi tilefni til þess. „Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera hörð samkeppni á matvörumarkaði. Við teljum að hún sé mikil í innflutningi og á heildsölustiginu en hún mætti vissulega vera meiri og fleiri aðilum til að dreifa í smásölunni.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Bændasamtökin og forsvarsmenn verslunar telja hvor um sig hinn aðilann standa í vegi fyrir samkeppni á matvörumarkaði. Í skýrslu Bændasamtakanna um matvöruverð er fullyrt að lækkanir á sköttum og gjöldum auk styrkingar á gengi krónunnar hafi ekki skilað sér í lækkunum á vöruverði á dagvörumarkaði. Vísbendingar séu um að álagning innlendra birgja og smásöluverslana hafi hækkað á innflutningi.Ólafur StephensenEr Samkeppniseftirlitið hvatt til að beita sér meira til að auka samkeppni á dagvörumarkaði. Stjórnvöld og fleiri þurfi að beita sér svo lækkanir á álögum og gjöldum skili sér til neytenda. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir skýrsluna með ólíkindum, í henni sé fjöldi rangfærslna og ósanninda. „Að þetta sé þakklæti þessara forystumanna til verslunarinnar,“ segir Finnur. Fullyrðingar um háa álagningu dagvöruverslana séu rangar. „Landbúnaðarvörur eru seldar hér með algjörri lámarksálagningu og það vita Bændasamtökin,“ segir Finnur. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir einnig skýrsluna. „Það er gripið í ýmis hálmstrá um að hátt matvælaverð á Íslandi sé öðru að kenna en skorti á samkeppni í íslenskum landbúnaði,“ segir Ólafur.Finnur Árnason„En eitt stærsta atriðið til að tryggja samkeppni á íslenskum matvörumarkaði í heild er að innlendir matvælaframleiðendur fái meiri erlenda samkeppni. Bændasamtökin hafa borið sig illa undan erlendri samkeppni í formi vöru í lægri tollum sem komið hefur inn á þennan markað,“ segir Ólafur. Aö sögn Ólafs er samkeppni í innflutningi og heildsölu á matvöru svo mikil að fyrirtæki hafi ekki efni á að sleppa verðlækkunum þegar gengisstyrking eða lækkanir gjalda gefi tilefni til þess. „Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera hörð samkeppni á matvörumarkaði. Við teljum að hún sé mikil í innflutningi og á heildsölustiginu en hún mætti vissulega vera meiri og fleiri aðilum til að dreifa í smásölunni.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira