Viðskipti innlent

Isis gjaldþrota en Talibani stofnaður

ingvar haraldsson skrifar
Nöfnin Isis og Talibani vekja athygli.
Nöfnin Isis og Talibani vekja athygli. vísir/valli
Skiptum í búi einkareknu öryggisþjónustunnar Isis slf. er lokið. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur sem námu 50 milljónum króna. Isis var stofnað af félaginu Semiramis ehf. árið 2012 en lýst gjaldþrota í október síðastliðnum. Við stofnunina var Sigurður Benediktsson skráður í forsvari fyrir félagið.

Nafnið á öryggisþjónustunni vekur eðlilega athygli og ekki síður nafn á nýju ótengdu félagi sem popparinn Einar Ágúst Víðisson stofnaði á dögunum. Félagið heitir Talibani ehf. en uppgefinn tilgangur félagsins eru sviðslistir, auglýsingalestur, tónleikahald og tengd starfsemi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Ekki náðist í Einar Ágúst þegar blaðamann langaði að forvitnast um tilurð nafnsins.

Uppfært klukkan 14:51

Ástæða er til að árétta að félögin Isis og Talibani tengjast ekki að neinu leyti. Þau eiga það aðeins sameiginlegt að nöfn félaganna eru athyglisverð. Því til staðfestingar hefur mynd af Einari Ágústi verið fjarlægð úr fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×