Sjálfboðaliðum að fjölga á vinnumarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. október 2016 09:35 Sjálfboðaliðar starfa oft í ferðaþjónustu. Vísir/Getty Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl. Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl.
Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30