Sjálfboðaliðum að fjölga á vinnumarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. október 2016 09:35 Sjálfboðaliðar starfa oft í ferðaþjónustu. Vísir/Getty Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl. Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl.
Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30