Fataverð ekki lækkað í takt við afnám gjalda Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Greining Íslandsbanka veltir því fyrir sér hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum muni ýta undir verðlækkanir. vísir/ernir Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira