Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði um 4,89 prósent í kjölfar þess að Katrín Olga Jóhannesdóttir, athafnakona og stjórnarmaður Icelandair Group, seldi 400 þúsund hluti í félaginu.
Katrín Olga seldi bréf fyrir 9,6 milljónir króna. Hún sagði í samtali við Viðskiptablaðið að salan væri til að fjármagna byggingu sumarhúss.
Föstudagurinn var síðasti dagur þriðja ársfjórðungs. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hafa lækkað um fjörutíu prósent frá því að ná hæstu hæðum í apríl.
Gengi allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði á föstudag, og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 3,05 prósent. Fréttir af hækkandi olíuverði og hærri verðbólga sökum villu Hagstofunnar hafa dregið úr væntingum fjárfesta til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Bréfin hríðféllu eftir sölu Olgu
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent