Viðskipti innlent

Atvinnuleysi ekki minna frá 2007

ingvar haraldsson skrifar
Atvinnuleysi hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu.
Atvinnuleysi hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu. vísir/daníel
Atvinnuleysi var 1,9 prósent í desember samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá nóvember 2007 þegar það mældist 1,3 prósent.

Atvinnuleysi í desember 2014 var 4,3 prósent og hefur einstaklingum á vinnumarkaði fjölgað um 4.800 á einu ári. Þar af hefur starfandi fjölgaði um 9.100 sem samsvarar 2,9 prósent aukningu sem hlutfall af mannfjölda. Atvinnulausum fækkaði um 4.300 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 2,4 stig.

Að jafnaði voru 188.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í desember 2015, sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 184.900 starfandi og 3.600 án vinnu og í atvinnuleit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×