Fjármálafyrirtæki aðlagist eða hverfi Ingvar Haraldsson skrifar 19. maí 2016 07:00 Rohit Talwar segir stórkostleg tækifæri að verða til í fjármálakerfinu. „Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira