Hinsegin hatur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Ef kolvitlaus byssumaður myndi birtast meðal keppanda um rauðhærðasta Íslendinginn á Írskum dögum á Akranesi og hefja skothríð og myrða 49 rauðhærða myndu allir tala um manninn sem hataði rauðhært fólk. Hvort sem maðurinn ætti sögu um andleg veikindi eða segðist drepa í nafni hryðjuverkasamtaka þá myndi enginn efast um að ráðist hefði verið á rauðhært fólk af þeirri einföldu ástæðu að það er rauðhært. Á sunnudaginn voru 49 skotnir til bana á skemmtistað fyrir hinsegin fólk. Hinir látnu eru allir hinsegin. Byssumaðurinn var auðvitað bilaður og kannski var hann meðlimur í hryðjuverkasamtökum. En hann drap þetta fólk, ekki eitthvert annað fólk, af því að það var hinsegin. Í gær fylgdist ég með bandarískum fjölmiðlum í miklum vandræðagangi fjalla um þennan hroðalega verknað en kalla hann nær aldrei réttu nafni. Það var talað um árás gegn manneskjum. Árás gegn vestrænum gildum. Árás gegn ungu fólki sem er úti að skemmta sér. Árás gegn frelsinu. Enn eitt hryðjuverkið. Þetta er allt rétt. En það er líka nauðsynlegt að segja það hátt og skýrt að þetta fólk var drepið af því að það var hinsegin. Annars erum við að fela eitthvað. Kannski þá staðreynd að fimmti hver hatursglæpur sem framinn er í Bandaríkjunum er gegn hinsegin fólki. Þetta hatur er ekkert nýtt. Kannski að hinsegin fólk segist oft finna fyrir ótta á götum úti. Finnist það taka sjénsinn við hvern koss. Og kannski erum við að fela að þrátt fyrir allt vestræna frjálslyndið sem við státum okkur af og ítrekað hefur verið ráðist á, þá eru bara ekki allir frjálsir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Ef kolvitlaus byssumaður myndi birtast meðal keppanda um rauðhærðasta Íslendinginn á Írskum dögum á Akranesi og hefja skothríð og myrða 49 rauðhærða myndu allir tala um manninn sem hataði rauðhært fólk. Hvort sem maðurinn ætti sögu um andleg veikindi eða segðist drepa í nafni hryðjuverkasamtaka þá myndi enginn efast um að ráðist hefði verið á rauðhært fólk af þeirri einföldu ástæðu að það er rauðhært. Á sunnudaginn voru 49 skotnir til bana á skemmtistað fyrir hinsegin fólk. Hinir látnu eru allir hinsegin. Byssumaðurinn var auðvitað bilaður og kannski var hann meðlimur í hryðjuverkasamtökum. En hann drap þetta fólk, ekki eitthvert annað fólk, af því að það var hinsegin. Í gær fylgdist ég með bandarískum fjölmiðlum í miklum vandræðagangi fjalla um þennan hroðalega verknað en kalla hann nær aldrei réttu nafni. Það var talað um árás gegn manneskjum. Árás gegn vestrænum gildum. Árás gegn ungu fólki sem er úti að skemmta sér. Árás gegn frelsinu. Enn eitt hryðjuverkið. Þetta er allt rétt. En það er líka nauðsynlegt að segja það hátt og skýrt að þetta fólk var drepið af því að það var hinsegin. Annars erum við að fela eitthvað. Kannski þá staðreynd að fimmti hver hatursglæpur sem framinn er í Bandaríkjunum er gegn hinsegin fólki. Þetta hatur er ekkert nýtt. Kannski að hinsegin fólk segist oft finna fyrir ótta á götum úti. Finnist það taka sjénsinn við hvern koss. Og kannski erum við að fela að þrátt fyrir allt vestræna frjálslyndið sem við státum okkur af og ítrekað hefur verið ráðist á, þá eru bara ekki allir frjálsir.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun