Viðskipti innlent

Horfur Arion banka orðnar jákvæðar

Ingvar Haraldsson skrifar
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur staðfest BBB-/A-3 lánshæfiseinkunn Arion banka og breytt horfum úr stöðugum í jákvæðar.
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur staðfest BBB-/A-3 lánshæfiseinkunn Arion banka og breytt horfum úr stöðugum í jákvæðar. Vísir/Pjetur
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur staðfest BBB-/A-3 lánshæfiseinkunn Arion banka og breytt horfum úr stöðugum í jákvæðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Standard & Poor‘s uppfærði lánshæfiseinkunn Íslands nýverið í BBB+ og telur fyrirtækið að jákvæð þróun í íslensku efnahagslífi haldi áfram í ljósi þess árangurs sem hefur náðst við undirbúning afnáms fjármagnshafta.

„Staða Arion banka er í dag góð og eðli málsins samkvæmt þá er áframhaldandi þróun á lánshæfismati bankans ekki síst háð því að þróun í íslensku efnahagslífi verði áfram jákvæð, að vel takist til við afnám fjármagnshafta og að lánshæfismat íslenska ríkisins haldi áfram að hækka,“ er haft eftir Höskuldi Ólafssyni bankastjóra í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×