Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Costco gæti haft mikil áhrif á smásölumarkaðinn á Íslandi. Velta fyrirtækisins er rúmlega þrítugföld veltan á öllum íslenskum smásölumarkaði. Vísir/AFP Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið. Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið.
Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15
Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00