Verður 2017 ár sýndarveruleikans? Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Ungur maður sýnir sýndarveruleikagleraugun HTC Vive á sýningu í Taipei. Nordicphotos/AFP Á árinu sem er að líða hefur sýndarveruleikatækni orðið æ meira áberandi. Háþróuð sýndarveruleikagleraugu á borð við Oculus Rift, HTC Vive og Playstation VR hafa komið á markað samhliða aðgengilegri gleraugum á borð við Google Daydream og Samsung Gear VR. Þá hafa hinir ýmsu sýndarveruleikatölvuleikir komið á markað undanfarið. Til dæmis Eve Valkyrie frá íslenska fyrirtækinu CCP auk ákveðinna verkefna í Star Wars: Battlefront. Sífellt fleiri 360 gráða myndum og myndböndum er hlaðið inn á Facebook og YouTube og kaupa má gleraugu til að skoða þau á um þúsund krónur. Forrit og tæki sem styðjast við svokallaðan breyttan veruleika á borð við Pokémon Go hafa einnig rutt sér til rúms. Von er á gleraugum fyrir slíka tækni frá Microsoft er nefnast Hololens og þá er dularfulla sprotafyrirtækið Magic Leap einnig að þróa slík gleraugu. Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, segir 2017 ekki endilega verða ár sýndarveruleikans. Frekar verði skorið úr um framtíð tækninnar á komandi ári.Hannes Högni Vilhjálssson, dósent í tölvunarfræðiErfið vandamál leyst„Það er ekki alveg orðið ljóst hvað þetta varir lengi í þetta skiptið. Það má segja að þetta sé þriðja alvöru kynslóð sýndarveruleikatækni. Árið 1993 var ég sjálfur að fjalla mjög mikið um sýndarveruleika og allt sem var að gerast þá. Þá átti þetta að vera alveg að koma allt saman, allt að detta inn og allt var mjög spennandi. En það gerðist ekki. Þá var tæknin kannski ekki orðin nógu góð,“ segir Hannes. Hann segir sína tilfinningu nú vera þá að á undanförnum tveimur árum sé búið að leysa erfið tæknileg vandamál sem hafi staðið tækninni fyrir þrifum. Vandamálið sem blasi einna helst við núna snúi að því að gera tæknina notendavæna. „Þetta veltur á því hvað fólk er tilbúið að leggja út í mikil óþægindi og hvort það sé tilbúið að taka smá áhættu með því að taka þetta inn á heimilið,“ segir hann.360 gráður í forgrunni„Þegar maður heyrir talað um sýndarveruleika er mikið verið að tala um þessi 360 gráða myndbönd sem maður getur horft á í símanum með litlum gleraugu. Þau eru komin á YouTube og út um allt. Hver sem er getur gripið í linsur og farið að skoða þau. Það verður ekkert lát á framleiðslu á slíku efni. Ætli það verði ekki þannig á næsta ári að flestar stóru kvikmyndirnar verði auglýstar með 360 gráða stiklu,“ segir Hannes. Þessi hluti tækninnar sé notendavænn og lítið hindri neytendur í því að grípa í og skoða hana. Þá séu einnig seldar 360 gráða myndavélar svo hver sem er geti framleitt slíkt efni. Hannes segir það geta nýst vel fyrir íþróttafólk og ferðaþjónustuna.Ekki alvöru sýndarveruleiki„Þetta er í rauninni ekki sýndarveruleiki eins og hann er skilgreindur. Þar eru öll skilningarvitin plötuð og maður getur hreinlega gengið um inni í sýndarveruleikanum,“ segir Hannes. Fullkomnari gleraugu á borð við Oculus Rift, HTC Vive og Playstation VR séu í raun einu græjurnar sem styðji slíkt og kosta þær því meira. „Ég er ekkert sannfærður um að það eigi endilega eftir að fljúga,“ segir Hannes. Hann segir þó kostnað við þróun sýndarveruleikatölvuleikja ekki það sem hindri uppgang slíkrar tækni. „Leikjatæknin eins og hún er hefur gert það rosalega auðvelt að taka þetta skref. Leikjavélarnar eru það fullkomnar og geta þær stutt ótrúlega sannfærandi þrívíddarumhverfi. Þá er einnig auðvelt að byrja að prófa sig áfram og þróa. Það sem er erfiðara er að hugsa gagnvirknina á nýjan hátt. Það breytir svo miklu að geta allt í einu snert allt í umhverfinu. Maður gerir miklu meiri kröfur til umhverfisins þegar maður er kominn inn í það,“ segir Hannes og bætir því við að að því leyti sé verið að biðja um miklu meira efni. Verði slík þróun því dýrari. Hún sé hins vegar ekki tæknilega flókin. „Græjuhópurinn og leikjanördahópurinn á eftir að halda þessu svolítið á lofti. Það eru stórir titlar á leiðinni þannig að fólk er enn þá spennt. En ég held að þessi einfaldari tækni eigi eftir að halda áfram að malla og jafnvel verða gerðar meiri kröfur til kvikmyndaframleiðenda um að gefa út efni í því formi,“ segir Hannes.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Á árinu sem er að líða hefur sýndarveruleikatækni orðið æ meira áberandi. Háþróuð sýndarveruleikagleraugu á borð við Oculus Rift, HTC Vive og Playstation VR hafa komið á markað samhliða aðgengilegri gleraugum á borð við Google Daydream og Samsung Gear VR. Þá hafa hinir ýmsu sýndarveruleikatölvuleikir komið á markað undanfarið. Til dæmis Eve Valkyrie frá íslenska fyrirtækinu CCP auk ákveðinna verkefna í Star Wars: Battlefront. Sífellt fleiri 360 gráða myndum og myndböndum er hlaðið inn á Facebook og YouTube og kaupa má gleraugu til að skoða þau á um þúsund krónur. Forrit og tæki sem styðjast við svokallaðan breyttan veruleika á borð við Pokémon Go hafa einnig rutt sér til rúms. Von er á gleraugum fyrir slíka tækni frá Microsoft er nefnast Hololens og þá er dularfulla sprotafyrirtækið Magic Leap einnig að þróa slík gleraugu. Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, segir 2017 ekki endilega verða ár sýndarveruleikans. Frekar verði skorið úr um framtíð tækninnar á komandi ári.Hannes Högni Vilhjálssson, dósent í tölvunarfræðiErfið vandamál leyst„Það er ekki alveg orðið ljóst hvað þetta varir lengi í þetta skiptið. Það má segja að þetta sé þriðja alvöru kynslóð sýndarveruleikatækni. Árið 1993 var ég sjálfur að fjalla mjög mikið um sýndarveruleika og allt sem var að gerast þá. Þá átti þetta að vera alveg að koma allt saman, allt að detta inn og allt var mjög spennandi. En það gerðist ekki. Þá var tæknin kannski ekki orðin nógu góð,“ segir Hannes. Hann segir sína tilfinningu nú vera þá að á undanförnum tveimur árum sé búið að leysa erfið tæknileg vandamál sem hafi staðið tækninni fyrir þrifum. Vandamálið sem blasi einna helst við núna snúi að því að gera tæknina notendavæna. „Þetta veltur á því hvað fólk er tilbúið að leggja út í mikil óþægindi og hvort það sé tilbúið að taka smá áhættu með því að taka þetta inn á heimilið,“ segir hann.360 gráður í forgrunni„Þegar maður heyrir talað um sýndarveruleika er mikið verið að tala um þessi 360 gráða myndbönd sem maður getur horft á í símanum með litlum gleraugu. Þau eru komin á YouTube og út um allt. Hver sem er getur gripið í linsur og farið að skoða þau. Það verður ekkert lát á framleiðslu á slíku efni. Ætli það verði ekki þannig á næsta ári að flestar stóru kvikmyndirnar verði auglýstar með 360 gráða stiklu,“ segir Hannes. Þessi hluti tækninnar sé notendavænn og lítið hindri neytendur í því að grípa í og skoða hana. Þá séu einnig seldar 360 gráða myndavélar svo hver sem er geti framleitt slíkt efni. Hannes segir það geta nýst vel fyrir íþróttafólk og ferðaþjónustuna.Ekki alvöru sýndarveruleiki„Þetta er í rauninni ekki sýndarveruleiki eins og hann er skilgreindur. Þar eru öll skilningarvitin plötuð og maður getur hreinlega gengið um inni í sýndarveruleikanum,“ segir Hannes. Fullkomnari gleraugu á borð við Oculus Rift, HTC Vive og Playstation VR séu í raun einu græjurnar sem styðji slíkt og kosta þær því meira. „Ég er ekkert sannfærður um að það eigi endilega eftir að fljúga,“ segir Hannes. Hann segir þó kostnað við þróun sýndarveruleikatölvuleikja ekki það sem hindri uppgang slíkrar tækni. „Leikjatæknin eins og hún er hefur gert það rosalega auðvelt að taka þetta skref. Leikjavélarnar eru það fullkomnar og geta þær stutt ótrúlega sannfærandi þrívíddarumhverfi. Þá er einnig auðvelt að byrja að prófa sig áfram og þróa. Það sem er erfiðara er að hugsa gagnvirknina á nýjan hátt. Það breytir svo miklu að geta allt í einu snert allt í umhverfinu. Maður gerir miklu meiri kröfur til umhverfisins þegar maður er kominn inn í það,“ segir Hannes og bætir því við að að því leyti sé verið að biðja um miklu meira efni. Verði slík þróun því dýrari. Hún sé hins vegar ekki tæknilega flókin. „Græjuhópurinn og leikjanördahópurinn á eftir að halda þessu svolítið á lofti. Það eru stórir titlar á leiðinni þannig að fólk er enn þá spennt. En ég held að þessi einfaldari tækni eigi eftir að halda áfram að malla og jafnvel verða gerðar meiri kröfur til kvikmyndaframleiðenda um að gefa út efni í því formi,“ segir Hannes.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira