Íslandsbanki greiðir 27 milljarða arðgreiðslu til ríkisins Sæunn Gísladóttir skrifar 20. desember 2016 14:45 Með arðgreiðslunni nú, hafa samtals verið greiddir 37 milljarðar í arð á árinu 2016 til íslenska ríkisins. Vísir/Vilhelm Á aðalfundi Íslandsbanka þann 19. apríl síðastliðinn, fékk stjórn bankans heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram. Á hluthafafundi í dag, þriðjudaginn 20. desember, var tekin ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs að fjárhæð 27 milljarða króna til hluthafa fyrir árslok 2016. Íslenska ríkið er eini hluthafi Íslandsbanka og fer Bankasýsla Ríkisins með eignarhlutinn segir í tilkynningu. Almennt viðmið bankans er að greiða 40 til 50 prósent af hagnaði í arð, en í apríl voru greiddir 10 milljarðar í arð til hluthafa sem samsvarar 50 prósent af hagnaði ársins 2015. Með arðgreiðslunni nú, hafa samtals verið greiddir 37 milljarðar í arð á árinu 2016 til íslenska ríkisins. Hagstæðari fjármagnsskipanMikil vinna hefur farið fram síðustu ár við endurskipulagningu á eignahlið efnahagsreiknings bankans. Endurskipulagningu á lánasafni er nú lokið, vanskilahlutfall fer lækkandi og hverfandi hluti endurskipulagðra lána fer aftur í vanskil. Þessi árangur setur bankann í flokk þeirra 25 prósent evrópskra banka sem hafa hvað lægst vanskilahlutföll. Með arðgreiðslunni í dag er stigið stórt skref í átt að eðlilegri fjármagnsskipan á skuldahlið efnahagsreiknings bankans. Íslandsbanki hefur viðhaldið öflugum eiginfjár- og lausafjárhlutföllum til að takast á við möguleg áhrif vegna afléttingar hafta og áföllum í rekstarumhverfi. Skuldastaða íslenska ríkisins, fyrirtækja og heimila í landinu hefur stórbatnað á undanförnum árum og lög um skref til afléttingu fjármagnshafta hafa verið samþykkt.Traust eiginfjárhlutföll og góð lausafjárstaðaEiginfjárhlutfall bankans eftir arðgreiðsluna verður 24 prósent, en markmið bankans er að hlutfallið sé yfir 23 prósent sem er vel yfir 19,1 prósent eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins. Vogunarhlutfall verður 15,7 prósent, sem sýnir hóflega skuldsetningu og telst afar gott í samanburði við evrópska banka. Lausafjárstaða verður áfram traust og vel umfram innri viðmið og kröfur eftirlitsaðila. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Á aðalfundi Íslandsbanka þann 19. apríl síðastliðinn, fékk stjórn bankans heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram. Á hluthafafundi í dag, þriðjudaginn 20. desember, var tekin ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs að fjárhæð 27 milljarða króna til hluthafa fyrir árslok 2016. Íslenska ríkið er eini hluthafi Íslandsbanka og fer Bankasýsla Ríkisins með eignarhlutinn segir í tilkynningu. Almennt viðmið bankans er að greiða 40 til 50 prósent af hagnaði í arð, en í apríl voru greiddir 10 milljarðar í arð til hluthafa sem samsvarar 50 prósent af hagnaði ársins 2015. Með arðgreiðslunni nú, hafa samtals verið greiddir 37 milljarðar í arð á árinu 2016 til íslenska ríkisins. Hagstæðari fjármagnsskipanMikil vinna hefur farið fram síðustu ár við endurskipulagningu á eignahlið efnahagsreiknings bankans. Endurskipulagningu á lánasafni er nú lokið, vanskilahlutfall fer lækkandi og hverfandi hluti endurskipulagðra lána fer aftur í vanskil. Þessi árangur setur bankann í flokk þeirra 25 prósent evrópskra banka sem hafa hvað lægst vanskilahlutföll. Með arðgreiðslunni í dag er stigið stórt skref í átt að eðlilegri fjármagnsskipan á skuldahlið efnahagsreiknings bankans. Íslandsbanki hefur viðhaldið öflugum eiginfjár- og lausafjárhlutföllum til að takast á við möguleg áhrif vegna afléttingar hafta og áföllum í rekstarumhverfi. Skuldastaða íslenska ríkisins, fyrirtækja og heimila í landinu hefur stórbatnað á undanförnum árum og lög um skref til afléttingu fjármagnshafta hafa verið samþykkt.Traust eiginfjárhlutföll og góð lausafjárstaðaEiginfjárhlutfall bankans eftir arðgreiðsluna verður 24 prósent, en markmið bankans er að hlutfallið sé yfir 23 prósent sem er vel yfir 19,1 prósent eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins. Vogunarhlutfall verður 15,7 prósent, sem sýnir hóflega skuldsetningu og telst afar gott í samanburði við evrópska banka. Lausafjárstaða verður áfram traust og vel umfram innri viðmið og kröfur eftirlitsaðila.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira