Viðskipti innlent

Hlutabréf í Vodafone rjúka upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Líklega má rekja hækkunina til þess að tilkynnt var um kaup móðurfélags Vodafone á hlut í 365 miðlum hf í dag.
Líklega má rekja hækkunina til þess að tilkynnt var um kaup móðurfélags Vodafone á hlut í 365 miðlum hf í dag. Fréttablaðið/Daníel
Gengi hlutabréfa í Vodafone hefur hækkað um 4,3 prósent það sem af er degi í 274 milljón króna viðskiptum. Líklega má rekja hækkunina til þess að tilkynnt var um kaup Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu hluta 365 miðlum hf.

Í tilkynningu frá Vodafone í dag kemur fram að kaupverðið sé 2,2 milljarðar króna en „þær verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé.“

Kaupin eru þó enn háð skilyrðum og forsendum sem verða útfærð nánar í kaupsamningi aðila og verður nánar greint frá forsendum viðskiptanna þegar sá samningur liggur fyrir. 


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.