Viðskipti innlent

Hlutabréf í Vodafone rjúka upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Líklega má rekja hækkunina til þess að tilkynnt var um kaup móðurfélags Vodafone á hlut í 365 miðlum hf í dag.
Líklega má rekja hækkunina til þess að tilkynnt var um kaup móðurfélags Vodafone á hlut í 365 miðlum hf í dag. Fréttablaðið/Daníel

Gengi hlutabréfa í Vodafone hefur hækkað um 4,3 prósent það sem af er degi í 274 milljón króna viðskiptum. Líklega má rekja hækkunina til þess að tilkynnt var um kaup Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu hluta 365 miðlum hf.

Í tilkynningu frá Vodafone í dag kemur fram að kaupverðið sé 2,2 milljarðar króna en „þær verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé.“

Kaupin eru þó enn háð skilyrðum og forsendum sem verða útfærð nánar í kaupsamningi aðila og verður nánar greint frá forsendum viðskiptanna þegar sá samningur liggur fyrir. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.