Playstation, poppvélar og hátalarar jólagjafirnar í ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. desember 2016 16:15 Playstation tölvur, poppvélar, þráðlausir hátalarar og Stiga sleðar eru meðal þess sem leynist í jólapökkum landsmanna í ár. Vísir Playstation tölvur, poppvélar, þráðlausir hátalarar og Stiga sleðar eru meðal þess sem leynist í jólapökkum landsmanna í ár. Samkvæmt rannsóknarsetri verslunarinnar hefur jólaverslun aukist töluvert frá síðasta ári. Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir mun meiri vexti í jólaverslun milli ára en sést hefur frá árinu 2008. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. Þá er um að ræða veltu í nóvember og desember. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur undanfarin ár spáð fyrir um hver vinsælasta jólagjöfin verði hvert ár en ákveðið var að gera það ekki í ár. Vísir setti sig því í samband við nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu.Playstation og multiroom hátalarar Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri ELKO, segir Playstation tölvur vera langvinsælastar hjá versluninni fyrir jólin. „Í byrjun nóvember skelltum við fram könnun til viðskiptavina um hvers fólk óskaði sér í jólagjöf. Það var topp fimm listi og óháð aldri og kyni var sjónvarp í fyrsta sæti yfir það sem fólk óskaði sér. En ef við horfum á sölutölur þá er það Playstation vélar. Bæði venjulegar og nýja Playstation Pro vélin sem er lang vinsælast. Það er takmarkað magn eftir, hún mun mjög líklega klárast í dag eða á morgun. Það er vinsælast ásamt snjallsímum og heyrnatólum,” segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að kaffivélar, matvinnsluvélar, spjaldtölvur og sjónvörp séu ávallt vinsælar ár eftir ár í jólapakka landsmanna. „Mesta aukningin milli ára það eru þessir Bluetooth hátalarar og multiroom hátalarar. Svo eru heilsuvörur mjög vinsælar annað árið í röð, heilsuúr og heilsublandarar. Þetta er gríðarlega vinsælt. Líka útivistarmyndavélar, þær eru að rjúka út.“ Samkvæmt upplýsingum frá Samsung setrinu eru Multiroom hátalarar einnig vinsælir fyrir jólin hjá þeim og verða þeir einungis vinsælli með hverju árinu sem líður. Þráðlausir hátalarar voru einmitt jólagjöf árins 2015 að mati jólagjafavalnefndar rannsóknarseturs verslunarmanna. Frá Ormsson fengust þær upplýsingar að poppvélar nytu gríðarlegra vinsælda ásamt Sous Vide hægeldunartækjum.Snjósleðar og gjafavara Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir hina klassísku Stiga snjósleða áberandi á göngum Kringlunnar. „Ég sé mikið gengið um með Stiga snjósleða sem eru stýrðir snjósleðar fyrir börnin. Það er það sem ég sé talsvert mikið af í dag þegar maður horfir á innpökkunarborðið þar sem verið er að pakka inn pökkunum. Ég myndi halda að það væri örugglega hluti af jólapakkaflóðinu,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. „Ég sé líka að þetta eru sterk gjafavörujól. Það er mikið að gera í gjafavörunni. Þannig það er verið að skreyta húsin sín með fallegum hlutum.“ Hann segir kaupmenn í kringlunni nokkuð sátta með verslun fyrir jólin. „Eins og gefur að skilja í svona fjölbreyttu húsi þá er náttúrulega svosem ýmislegt sem leynist í pokunum hjá fólki. Ég hef heyrt það hjá kaupmönnum að þeir eru heilt yfir tiltölulega sáttir.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Playstation tölvur, poppvélar, þráðlausir hátalarar og Stiga sleðar eru meðal þess sem leynist í jólapökkum landsmanna í ár. Samkvæmt rannsóknarsetri verslunarinnar hefur jólaverslun aukist töluvert frá síðasta ári. Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir mun meiri vexti í jólaverslun milli ára en sést hefur frá árinu 2008. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. Þá er um að ræða veltu í nóvember og desember. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur undanfarin ár spáð fyrir um hver vinsælasta jólagjöfin verði hvert ár en ákveðið var að gera það ekki í ár. Vísir setti sig því í samband við nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu.Playstation og multiroom hátalarar Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri ELKO, segir Playstation tölvur vera langvinsælastar hjá versluninni fyrir jólin. „Í byrjun nóvember skelltum við fram könnun til viðskiptavina um hvers fólk óskaði sér í jólagjöf. Það var topp fimm listi og óháð aldri og kyni var sjónvarp í fyrsta sæti yfir það sem fólk óskaði sér. En ef við horfum á sölutölur þá er það Playstation vélar. Bæði venjulegar og nýja Playstation Pro vélin sem er lang vinsælast. Það er takmarkað magn eftir, hún mun mjög líklega klárast í dag eða á morgun. Það er vinsælast ásamt snjallsímum og heyrnatólum,” segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að kaffivélar, matvinnsluvélar, spjaldtölvur og sjónvörp séu ávallt vinsælar ár eftir ár í jólapakka landsmanna. „Mesta aukningin milli ára það eru þessir Bluetooth hátalarar og multiroom hátalarar. Svo eru heilsuvörur mjög vinsælar annað árið í röð, heilsuúr og heilsublandarar. Þetta er gríðarlega vinsælt. Líka útivistarmyndavélar, þær eru að rjúka út.“ Samkvæmt upplýsingum frá Samsung setrinu eru Multiroom hátalarar einnig vinsælir fyrir jólin hjá þeim og verða þeir einungis vinsælli með hverju árinu sem líður. Þráðlausir hátalarar voru einmitt jólagjöf árins 2015 að mati jólagjafavalnefndar rannsóknarseturs verslunarmanna. Frá Ormsson fengust þær upplýsingar að poppvélar nytu gríðarlegra vinsælda ásamt Sous Vide hægeldunartækjum.Snjósleðar og gjafavara Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir hina klassísku Stiga snjósleða áberandi á göngum Kringlunnar. „Ég sé mikið gengið um með Stiga snjósleða sem eru stýrðir snjósleðar fyrir börnin. Það er það sem ég sé talsvert mikið af í dag þegar maður horfir á innpökkunarborðið þar sem verið er að pakka inn pökkunum. Ég myndi halda að það væri örugglega hluti af jólapakkaflóðinu,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. „Ég sé líka að þetta eru sterk gjafavörujól. Það er mikið að gera í gjafavörunni. Þannig það er verið að skreyta húsin sín með fallegum hlutum.“ Hann segir kaupmenn í kringlunni nokkuð sátta með verslun fyrir jólin. „Eins og gefur að skilja í svona fjölbreyttu húsi þá er náttúrulega svosem ýmislegt sem leynist í pokunum hjá fólki. Ég hef heyrt það hjá kaupmönnum að þeir eru heilt yfir tiltölulega sáttir.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira