Playstation, poppvélar og hátalarar jólagjafirnar í ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. desember 2016 16:15 Playstation tölvur, poppvélar, þráðlausir hátalarar og Stiga sleðar eru meðal þess sem leynist í jólapökkum landsmanna í ár. Vísir Playstation tölvur, poppvélar, þráðlausir hátalarar og Stiga sleðar eru meðal þess sem leynist í jólapökkum landsmanna í ár. Samkvæmt rannsóknarsetri verslunarinnar hefur jólaverslun aukist töluvert frá síðasta ári. Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir mun meiri vexti í jólaverslun milli ára en sést hefur frá árinu 2008. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. Þá er um að ræða veltu í nóvember og desember. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur undanfarin ár spáð fyrir um hver vinsælasta jólagjöfin verði hvert ár en ákveðið var að gera það ekki í ár. Vísir setti sig því í samband við nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu.Playstation og multiroom hátalarar Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri ELKO, segir Playstation tölvur vera langvinsælastar hjá versluninni fyrir jólin. „Í byrjun nóvember skelltum við fram könnun til viðskiptavina um hvers fólk óskaði sér í jólagjöf. Það var topp fimm listi og óháð aldri og kyni var sjónvarp í fyrsta sæti yfir það sem fólk óskaði sér. En ef við horfum á sölutölur þá er það Playstation vélar. Bæði venjulegar og nýja Playstation Pro vélin sem er lang vinsælast. Það er takmarkað magn eftir, hún mun mjög líklega klárast í dag eða á morgun. Það er vinsælast ásamt snjallsímum og heyrnatólum,” segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að kaffivélar, matvinnsluvélar, spjaldtölvur og sjónvörp séu ávallt vinsælar ár eftir ár í jólapakka landsmanna. „Mesta aukningin milli ára það eru þessir Bluetooth hátalarar og multiroom hátalarar. Svo eru heilsuvörur mjög vinsælar annað árið í röð, heilsuúr og heilsublandarar. Þetta er gríðarlega vinsælt. Líka útivistarmyndavélar, þær eru að rjúka út.“ Samkvæmt upplýsingum frá Samsung setrinu eru Multiroom hátalarar einnig vinsælir fyrir jólin hjá þeim og verða þeir einungis vinsælli með hverju árinu sem líður. Þráðlausir hátalarar voru einmitt jólagjöf árins 2015 að mati jólagjafavalnefndar rannsóknarseturs verslunarmanna. Frá Ormsson fengust þær upplýsingar að poppvélar nytu gríðarlegra vinsælda ásamt Sous Vide hægeldunartækjum.Snjósleðar og gjafavara Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir hina klassísku Stiga snjósleða áberandi á göngum Kringlunnar. „Ég sé mikið gengið um með Stiga snjósleða sem eru stýrðir snjósleðar fyrir börnin. Það er það sem ég sé talsvert mikið af í dag þegar maður horfir á innpökkunarborðið þar sem verið er að pakka inn pökkunum. Ég myndi halda að það væri örugglega hluti af jólapakkaflóðinu,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. „Ég sé líka að þetta eru sterk gjafavörujól. Það er mikið að gera í gjafavörunni. Þannig það er verið að skreyta húsin sín með fallegum hlutum.“ Hann segir kaupmenn í kringlunni nokkuð sátta með verslun fyrir jólin. „Eins og gefur að skilja í svona fjölbreyttu húsi þá er náttúrulega svosem ýmislegt sem leynist í pokunum hjá fólki. Ég hef heyrt það hjá kaupmönnum að þeir eru heilt yfir tiltölulega sáttir.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Playstation tölvur, poppvélar, þráðlausir hátalarar og Stiga sleðar eru meðal þess sem leynist í jólapökkum landsmanna í ár. Samkvæmt rannsóknarsetri verslunarinnar hefur jólaverslun aukist töluvert frá síðasta ári. Rannsóknarsetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir mun meiri vexti í jólaverslun milli ára en sést hefur frá árinu 2008. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. Þá er um að ræða veltu í nóvember og desember. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur undanfarin ár spáð fyrir um hver vinsælasta jólagjöfin verði hvert ár en ákveðið var að gera það ekki í ár. Vísir setti sig því í samband við nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu.Playstation og multiroom hátalarar Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri ELKO, segir Playstation tölvur vera langvinsælastar hjá versluninni fyrir jólin. „Í byrjun nóvember skelltum við fram könnun til viðskiptavina um hvers fólk óskaði sér í jólagjöf. Það var topp fimm listi og óháð aldri og kyni var sjónvarp í fyrsta sæti yfir það sem fólk óskaði sér. En ef við horfum á sölutölur þá er það Playstation vélar. Bæði venjulegar og nýja Playstation Pro vélin sem er lang vinsælast. Það er takmarkað magn eftir, hún mun mjög líklega klárast í dag eða á morgun. Það er vinsælast ásamt snjallsímum og heyrnatólum,” segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að kaffivélar, matvinnsluvélar, spjaldtölvur og sjónvörp séu ávallt vinsælar ár eftir ár í jólapakka landsmanna. „Mesta aukningin milli ára það eru þessir Bluetooth hátalarar og multiroom hátalarar. Svo eru heilsuvörur mjög vinsælar annað árið í röð, heilsuúr og heilsublandarar. Þetta er gríðarlega vinsælt. Líka útivistarmyndavélar, þær eru að rjúka út.“ Samkvæmt upplýsingum frá Samsung setrinu eru Multiroom hátalarar einnig vinsælir fyrir jólin hjá þeim og verða þeir einungis vinsælli með hverju árinu sem líður. Þráðlausir hátalarar voru einmitt jólagjöf árins 2015 að mati jólagjafavalnefndar rannsóknarseturs verslunarmanna. Frá Ormsson fengust þær upplýsingar að poppvélar nytu gríðarlegra vinsælda ásamt Sous Vide hægeldunartækjum.Snjósleðar og gjafavara Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir hina klassísku Stiga snjósleða áberandi á göngum Kringlunnar. „Ég sé mikið gengið um með Stiga snjósleða sem eru stýrðir snjósleðar fyrir börnin. Það er það sem ég sé talsvert mikið af í dag þegar maður horfir á innpökkunarborðið þar sem verið er að pakka inn pökkunum. Ég myndi halda að það væri örugglega hluti af jólapakkaflóðinu,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. „Ég sé líka að þetta eru sterk gjafavörujól. Það er mikið að gera í gjafavörunni. Þannig það er verið að skreyta húsin sín með fallegum hlutum.“ Hann segir kaupmenn í kringlunni nokkuð sátta með verslun fyrir jólin. „Eins og gefur að skilja í svona fjölbreyttu húsi þá er náttúrulega svosem ýmislegt sem leynist í pokunum hjá fólki. Ég hef heyrt það hjá kaupmönnum að þeir eru heilt yfir tiltölulega sáttir.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira