Íbúð í miðbænum næstum tvöfaldast á fimm árum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. desember 2016 19:17 Íbúð í miðbæ Reykjavík hefur næstum tvöfaldast í verði á síðustu fimm árum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir innistæðu fyrir miklum hækkunum á fasteignaverði og gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram.11% hækkun árið 2016 Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð hér á höfuðborgarsvæðinu hækkað jafnt og þétt. 2011 hækkaði það um 5 prósent, 7 prósent 2012, sex prósent 2013, átta prósent 2014 og níu prósent 2015. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hækkunin í ár verði tæp 11 prósent en það yrði mesta hækkun frá árinu 2006. Á síðustu fimm árum hefur fjölbýli í miðborg Reykjavíkur hækkað um 93 prósent. Þetta þýðir að íbúð sem keypt var á þessu svæði 1. janúar 2011 á 25 milljónir króna hefur næstum tvöfaldast í verði, og kostar rúmar 48 milljónir í dag. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir fasteignaverð hafa hækkað hraðar síðustu mánuði en gert var ráð fyrir. Almennur uppgangur í samfélaginu og kaupmáttaraukning útskýri þessar hækkanir.Er innistæða fyrir öllum þessum hækkunum? „Já enn sem komið er held ég að það sé töluverð innistæða fyrir þessum hækkunum. Það náttúrulega skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi að það er væntanlega töluverður skortur á framboði, það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn,” segir Ari.Heilbrigðari markaður en áður Fyrstu merki um fasteignabólu séu hins vegar ekki komin fram. „Við erum ekki að sjá það eins og á árunum fyrir hrun þar sem að þetta var drifið áfram mikið með skuldsetningu. Við erum með allt aðrar aðstæður í skuldsetningu núna. Fólk hefur frekar verið að borga upp lán, þannig að eigið fé í öllum þessum massa sem fólk er að eignast er miklu meira heldur en áður. Að því leyti er þetta miklu heilbrigðara,” segir Ari. Þrátt fyrir skort á framboði af húsnæði segir Ari að töluvert meira sé í byggingu en verið hefur. Því sé von á áframhaldandi hækkunum næstu ár. „Ég held að næsta ár líti álíka út. Við spáum til dæmis 10 prósent hækkun á milli 2016 og 2017 og svo fari að draga frekar úr. En allt í allt, þá held ég að þróunin sem að hefur verið síðustu ár hún kemur til með að halda áfram,” segir Ari. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Íbúð í miðbæ Reykjavík hefur næstum tvöfaldast í verði á síðustu fimm árum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir innistæðu fyrir miklum hækkunum á fasteignaverði og gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram.11% hækkun árið 2016 Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð hér á höfuðborgarsvæðinu hækkað jafnt og þétt. 2011 hækkaði það um 5 prósent, 7 prósent 2012, sex prósent 2013, átta prósent 2014 og níu prósent 2015. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hækkunin í ár verði tæp 11 prósent en það yrði mesta hækkun frá árinu 2006. Á síðustu fimm árum hefur fjölbýli í miðborg Reykjavíkur hækkað um 93 prósent. Þetta þýðir að íbúð sem keypt var á þessu svæði 1. janúar 2011 á 25 milljónir króna hefur næstum tvöfaldast í verði, og kostar rúmar 48 milljónir í dag. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir fasteignaverð hafa hækkað hraðar síðustu mánuði en gert var ráð fyrir. Almennur uppgangur í samfélaginu og kaupmáttaraukning útskýri þessar hækkanir.Er innistæða fyrir öllum þessum hækkunum? „Já enn sem komið er held ég að það sé töluverð innistæða fyrir þessum hækkunum. Það náttúrulega skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi að það er væntanlega töluverður skortur á framboði, það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn,” segir Ari.Heilbrigðari markaður en áður Fyrstu merki um fasteignabólu séu hins vegar ekki komin fram. „Við erum ekki að sjá það eins og á árunum fyrir hrun þar sem að þetta var drifið áfram mikið með skuldsetningu. Við erum með allt aðrar aðstæður í skuldsetningu núna. Fólk hefur frekar verið að borga upp lán, þannig að eigið fé í öllum þessum massa sem fólk er að eignast er miklu meira heldur en áður. Að því leyti er þetta miklu heilbrigðara,” segir Ari. Þrátt fyrir skort á framboði af húsnæði segir Ari að töluvert meira sé í byggingu en verið hefur. Því sé von á áframhaldandi hækkunum næstu ár. „Ég held að næsta ár líti álíka út. Við spáum til dæmis 10 prósent hækkun á milli 2016 og 2017 og svo fari að draga frekar úr. En allt í allt, þá held ég að þróunin sem að hefur verið síðustu ár hún kemur til með að halda áfram,” segir Ari.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira