Sá stærsti í Domino´s deildinni þarf að ráða umboðsmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:00 Tryggvi Snær Hlinason í leik á móti KR. Vísir/Eyþór Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira