Settur í bann hjá sínu liði fyrir að vera alltaf að fella menn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 11:30 Grayson Allen. Vísir/Getty Grayson Allen, einn stærsta stjarna Duke í bandaríska háskólaboltanum, hefur verið sett í bann hjá skólanum sínum. Ástæðan er að strákurinn varð enn einu sinni uppvís að því að fella andstæðing í leik með Duke. Þetta er í þriðja sinn á tíu mánuðum sem þetta kemur fyrir hjá honum og nú varð allt vitlaust. Bandarískir fjölmiðlar fjalla um fátt annað og á endanum lét Duke undan og setti strákinn ótímabundið bann. Allen felldi fyrst mótherja í leik á móti 8. febrúar 2016 og það gerðist síðan aftur í leik á móti FSU 25. febrúar 2016. Í upphafi þessa tímabil talaði Allen um það að hann hefði þroskast og væri hættur að fella menn. Þegar hann felldi síðan Steven Santa Ana í leik á móti Elon 21. desember þá var það eins og að kasta olíu á eld. Allt varð vitlaust og inn í þetta blandaðist síðan það almenningsálit að Duke-skólinn komist alltaf upp með hluti sem aðrir skólar gera ekki. Allen endaði leikinn með aðeins 3 stig og 13 prósent skotnýtingu en aðeins tveimur leikjum fyrr sallaði hann niður 34 stigum á 29 mínútum í leik á móti UNLV. Mike Krzyzewski, hinn virti þjálfari Duke-háskólans, kom Allen til varnar eftir atvikin tvö á síðasta tímabili en núna er honum líka nóg boðið. „Við höfum fengið tækifæri til að fara betur yfir þetta. Þetta er algjörlega óásættanlegt og óafsakanlegt.Hann steig samt skref í rétt átt eftir leikinn með því að biðja bæði Steven Santa Ana og Matt Matheny, þjálfara afsökunar,“ sagði Mike Krzyzewski „Við þurfum að taka á þessu máli innan okkar raða og sjá til þess að hans hegðun sé í samræmi við það sem við viljum sjá hjá leikmönnum Duke. Við höfum því ákveðið að setja hann í ótímabundið bann frá leikjum,“ sagði Krzyzewski. Allen skoraði 21,6 stig að meðaltali á síðasta tímabili og var auk þess með 4,6 stig og 3,5 stoðsendingar í leik. Í vetur er hann með 16,0 stig, 4,7 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Það munar því mikið um hann fyrir Duke-liðið. Hér fyrir neðan má sjá öll þessi þrjú atvik.Grayson Allen is at it again in the @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/Gy5Kf4r6F4— SportsCenter (@SportsCenter) December 22, 2016 Körfubolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Grayson Allen, einn stærsta stjarna Duke í bandaríska háskólaboltanum, hefur verið sett í bann hjá skólanum sínum. Ástæðan er að strákurinn varð enn einu sinni uppvís að því að fella andstæðing í leik með Duke. Þetta er í þriðja sinn á tíu mánuðum sem þetta kemur fyrir hjá honum og nú varð allt vitlaust. Bandarískir fjölmiðlar fjalla um fátt annað og á endanum lét Duke undan og setti strákinn ótímabundið bann. Allen felldi fyrst mótherja í leik á móti 8. febrúar 2016 og það gerðist síðan aftur í leik á móti FSU 25. febrúar 2016. Í upphafi þessa tímabil talaði Allen um það að hann hefði þroskast og væri hættur að fella menn. Þegar hann felldi síðan Steven Santa Ana í leik á móti Elon 21. desember þá var það eins og að kasta olíu á eld. Allt varð vitlaust og inn í þetta blandaðist síðan það almenningsálit að Duke-skólinn komist alltaf upp með hluti sem aðrir skólar gera ekki. Allen endaði leikinn með aðeins 3 stig og 13 prósent skotnýtingu en aðeins tveimur leikjum fyrr sallaði hann niður 34 stigum á 29 mínútum í leik á móti UNLV. Mike Krzyzewski, hinn virti þjálfari Duke-háskólans, kom Allen til varnar eftir atvikin tvö á síðasta tímabili en núna er honum líka nóg boðið. „Við höfum fengið tækifæri til að fara betur yfir þetta. Þetta er algjörlega óásættanlegt og óafsakanlegt.Hann steig samt skref í rétt átt eftir leikinn með því að biðja bæði Steven Santa Ana og Matt Matheny, þjálfara afsökunar,“ sagði Mike Krzyzewski „Við þurfum að taka á þessu máli innan okkar raða og sjá til þess að hans hegðun sé í samræmi við það sem við viljum sjá hjá leikmönnum Duke. Við höfum því ákveðið að setja hann í ótímabundið bann frá leikjum,“ sagði Krzyzewski. Allen skoraði 21,6 stig að meðaltali á síðasta tímabili og var auk þess með 4,6 stig og 3,5 stoðsendingar í leik. Í vetur er hann með 16,0 stig, 4,7 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Það munar því mikið um hann fyrir Duke-liðið. Hér fyrir neðan má sjá öll þessi þrjú atvik.Grayson Allen is at it again in the @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/Gy5Kf4r6F4— SportsCenter (@SportsCenter) December 22, 2016
Körfubolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira