Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist árið 2019 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 19:00 Ég er sannfærður um að WOW air getur orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Þetta segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW, en hann er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. WOW air var stofnað í nóvember árið 2011. Fyrirtækið hefur vaxið hratt – Árið 2013 flaug WOW með um 400.000 farþega en í fyrra voru þeir orðnir rúmlega 700.000 og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir um það bil 1,6 milljón farþega í ár. Dómnefnd fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis hefur valið Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air, viðskiptamann ársins 2016. „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýralegt ár í alla staði og í rauninni hefur þetta ævintýri okkar verið ótrúlegt frá upphafi. Þannig að það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til. Og í ár fór þetta fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Skúli.Til skoðunar að hefja flug til Asíu Hann segir WOW air hafa bætt við sig um 500 starfsmönnum á þessu ári. Þá hafi áætlanir félagsins um 1,6 milljón farþega á þessu ári gengið eftir. WOW air flýgur í dag til um 30 áfangastaða en Skúli segir von á nýjum áfangastöðum á nýju ári. Til að mynda hafi félagið til skoðunar að hefja flug til Asíu. „Lega Íslands er þannig að það væri kjörið fyrir okkur að búa til alvöru alþjóðlegan flugvöll sem tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Og ég vona svo sannarlega að við getum verið leiðandi í þeim efnum,“ segir Skúli.Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist 2019 Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Nú þegar sé ljóst að þessi vöxtur muni stöðvast á næstu árum þar sem Keflavíkurflugvöllur ráði ekki við meira álag. „Miðað við þann vöxt sem að við áætlum á næsta ári, og svo aftur eitthvað árið 2018, að þá sé ég ekki fram á að það verði neinn frekari vöxtur frá árinu 2019. Og ég sé ekki fram á að það leysist fyrr en á árinu 2024 eða 2025. Þannig að ég tel okkur alls ekki eiga að búa til einhverja skyndilausnir til að stöðva frekari vöxt,“ segir Skúli.„Hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu“ Þrátt fyrir hraðan vöxt WOW air síðustu tvö ár var rekstur fyrirtækisins þungur til að byrja með. Til að mynda skilaði fyrirtækið 560 milljón króna tapi árið 2014 í kjölfar þess að það neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku.Í þessu ferli öllu saman. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir að þetta væri einfaldlega ekki að ganga upp? „Jújú, það hafa alveg komið tímar þar sem að laumuðust að manni efasemdaraddir. Ég held að svona heilt á litið að þá hef ég alltaf verið bjartsýnn en vissulega hafa komið tímar þar sem að maður veltir fyrir sér hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu. En sem betur fer, enn sem komið er, að þá hefur þetta verið mjög jákvætt.“Vaxa um 70 prósent á næsta áriEn eftir þennan árangur, og eins og staða fyrirtækisins er í dag. Hvernig blasir næsta ár við þér?„Við reiknum með að vaxa um 70 prósent á næsta ári. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur fimm nýjar þotur. Þannig að vonandi höfum við gæfu til að stíga næstu skref jafn farsællega eins og við höfum gert í ár. Þá er ég sannfærður um að við getum orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum heimsins,“ segir Skúli Mogensen.Að neðan má sjá viðtal Gunnars Atla Gunnarssonar við Skúla Mogensen í heild sinni. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Ég er sannfærður um að WOW air getur orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Þetta segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW, en hann er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. WOW air var stofnað í nóvember árið 2011. Fyrirtækið hefur vaxið hratt – Árið 2013 flaug WOW með um 400.000 farþega en í fyrra voru þeir orðnir rúmlega 700.000 og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir um það bil 1,6 milljón farþega í ár. Dómnefnd fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis hefur valið Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air, viðskiptamann ársins 2016. „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýralegt ár í alla staði og í rauninni hefur þetta ævintýri okkar verið ótrúlegt frá upphafi. Þannig að það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til. Og í ár fór þetta fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Skúli.Til skoðunar að hefja flug til Asíu Hann segir WOW air hafa bætt við sig um 500 starfsmönnum á þessu ári. Þá hafi áætlanir félagsins um 1,6 milljón farþega á þessu ári gengið eftir. WOW air flýgur í dag til um 30 áfangastaða en Skúli segir von á nýjum áfangastöðum á nýju ári. Til að mynda hafi félagið til skoðunar að hefja flug til Asíu. „Lega Íslands er þannig að það væri kjörið fyrir okkur að búa til alvöru alþjóðlegan flugvöll sem tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Og ég vona svo sannarlega að við getum verið leiðandi í þeim efnum,“ segir Skúli.Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist 2019 Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Nú þegar sé ljóst að þessi vöxtur muni stöðvast á næstu árum þar sem Keflavíkurflugvöllur ráði ekki við meira álag. „Miðað við þann vöxt sem að við áætlum á næsta ári, og svo aftur eitthvað árið 2018, að þá sé ég ekki fram á að það verði neinn frekari vöxtur frá árinu 2019. Og ég sé ekki fram á að það leysist fyrr en á árinu 2024 eða 2025. Þannig að ég tel okkur alls ekki eiga að búa til einhverja skyndilausnir til að stöðva frekari vöxt,“ segir Skúli.„Hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu“ Þrátt fyrir hraðan vöxt WOW air síðustu tvö ár var rekstur fyrirtækisins þungur til að byrja með. Til að mynda skilaði fyrirtækið 560 milljón króna tapi árið 2014 í kjölfar þess að það neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku.Í þessu ferli öllu saman. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir að þetta væri einfaldlega ekki að ganga upp? „Jújú, það hafa alveg komið tímar þar sem að laumuðust að manni efasemdaraddir. Ég held að svona heilt á litið að þá hef ég alltaf verið bjartsýnn en vissulega hafa komið tímar þar sem að maður veltir fyrir sér hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu. En sem betur fer, enn sem komið er, að þá hefur þetta verið mjög jákvætt.“Vaxa um 70 prósent á næsta áriEn eftir þennan árangur, og eins og staða fyrirtækisins er í dag. Hvernig blasir næsta ár við þér?„Við reiknum með að vaxa um 70 prósent á næsta ári. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur fimm nýjar þotur. Þannig að vonandi höfum við gæfu til að stíga næstu skref jafn farsællega eins og við höfum gert í ár. Þá er ég sannfærður um að við getum orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum heimsins,“ segir Skúli Mogensen.Að neðan má sjá viðtal Gunnars Atla Gunnarssonar við Skúla Mogensen í heild sinni.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira