Grímur Sæmundsen fékk viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins Sæunn Gísladóttir skrifar 29. desember 2016 12:52 Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins. Vísir/GVA Grímur Sæmundsen og Bláa Lónið fengu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og tók Grímur, forstjóri fyrirtækisins, við verðlaununum úr hendi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Hótel Sögu í dag. Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið með miklum ólíkindum. Á milli áranna 2011 og 2015 fjölgaði gestum úr 460.000 í 918.000, velta jókst úr 19,5 milljónum evra í 54,3 milljónir evra, EBITDA hefur aukist úr 7,1 milljón evra í 21,3 milljónir evra og hagnaður úr 3,5 milljónum evra í 15,8 milljónir evra. Bláa Lónið er langvinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna á Íslandi og er á meðal þekktustu áfangastaða Íslands, segir í tilkynningu. Grímur stofnaði Bláa Lónið árið 1992 og hefur stýrt félaginu frá þeim tíma. Hann segir í viðtali í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins, árið í ár ætla að verða enn betra en árið 2015 hvað varðar tekjur, afkomu og fjölda gesta. Grímur segir aðgangsstýringarkerfi sem innleitt var af fullum þunga í fyrra vera eitt þeirra atriða sem hefur haft jákvæð áhrif á upplifun gesta og þar með á daglegan rekstur. „Kerfið virkar þannig að allir þurfa að bóka heimsóknartíma á vefsíðu okkar. Þér er úthlutað heimsóknartíma og þú veist því fyrirfram að á þeim tíma ertu öruggur um aðgang í baðlónið. Tími langra biðraða á baðstaðnum er liðinn og upplifun gesta er allt önnur og betri. Ef þú mætir fyrirvaralaust í lónið þá gæti verið að þú komist einfaldlega ekki að. Nú er svo komið að nær allir okkar gesta bóka sig í gegnum netið, annað hvort beint sjálfir eða óbeint í gegnum ferðaþjónustuaðila sem við erum í samvinnu við. Reyndar bóka um 60% gesta sig sjálfir og fer þetta hlutfall vaxandi.“ Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Grímur Sæmundsen og Bláa Lónið fengu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og tók Grímur, forstjóri fyrirtækisins, við verðlaununum úr hendi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Hótel Sögu í dag. Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið með miklum ólíkindum. Á milli áranna 2011 og 2015 fjölgaði gestum úr 460.000 í 918.000, velta jókst úr 19,5 milljónum evra í 54,3 milljónir evra, EBITDA hefur aukist úr 7,1 milljón evra í 21,3 milljónir evra og hagnaður úr 3,5 milljónum evra í 15,8 milljónir evra. Bláa Lónið er langvinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna á Íslandi og er á meðal þekktustu áfangastaða Íslands, segir í tilkynningu. Grímur stofnaði Bláa Lónið árið 1992 og hefur stýrt félaginu frá þeim tíma. Hann segir í viðtali í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins, árið í ár ætla að verða enn betra en árið 2015 hvað varðar tekjur, afkomu og fjölda gesta. Grímur segir aðgangsstýringarkerfi sem innleitt var af fullum þunga í fyrra vera eitt þeirra atriða sem hefur haft jákvæð áhrif á upplifun gesta og þar með á daglegan rekstur. „Kerfið virkar þannig að allir þurfa að bóka heimsóknartíma á vefsíðu okkar. Þér er úthlutað heimsóknartíma og þú veist því fyrirfram að á þeim tíma ertu öruggur um aðgang í baðlónið. Tími langra biðraða á baðstaðnum er liðinn og upplifun gesta er allt önnur og betri. Ef þú mætir fyrirvaralaust í lónið þá gæti verið að þú komist einfaldlega ekki að. Nú er svo komið að nær allir okkar gesta bóka sig í gegnum netið, annað hvort beint sjálfir eða óbeint í gegnum ferðaþjónustuaðila sem við erum í samvinnu við. Reyndar bóka um 60% gesta sig sjálfir og fer þetta hlutfall vaxandi.“
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira