SI mótmæla viðbótarsköttum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 10:14 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira