Appelsínugula handboltabyltingin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2016 06:00 Hollendingar fagna á EM. vísir/afp Holland hefur í gegnum tíðina ekki verið þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum. Þangað til nú. Appelsínugula handboltabyltingin er hafin. Á síðustu tveimur árum hefur hollenska kvennalandsliðið skipað sér í hóp þeirra bestu í heiminum. Holland endaði í 7. sæti á EM 2014 og komst svo alla leið í úrslit á HM 2015. Í úrslitaleiknum reyndust norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar númeri of stórar og unnu 31-23 sigur. Holland fylgdi silfrinu á HM í fyrra eftir með því að enda í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Hollenska liðið hikstaði í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum en rúllaði svo yfir heimaliðið, Brasilíu, í 8-liða úrslitum áður en það tapaði með minnsta mun fyrir Frökkum í undanúrslitunum. Í bronsleiknum steinlá Holland svo fyrir Noregi og þurfti því að sætta sig við 4. sætið. Aðeins fjórum mánuðum síðar er hollenska liðið komið í undanúrslit á EM í Svíþjóð, á þriðja stórmótinu í röð. Andstæðingarnir að þessu sinni eru Danir en í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Holland tapaði fyrir Þýskalandi, 30-27, í fyrsta leik sínum á EM en hefur síðan unnið fimm leiki í röð og sýnt góða takta. Ekkert lið hefur til að mynda skorað meira á EM en Holland (172 mörk). Varnarleikurinn er líka sterkur og markvörðurinn Tess Wester er öflug. Þetta skemmtilega hollenska lið er í yngri kantinum. Stór hluti þess eru stelpur á aldrinum 23-24 ára sem áttu góðu gengi að fagna á stórmótum yngri landsliða fyrir nokkrum árum. Holland varð í 3. sæti á HM unglinga 2010 og 2. sæti á EM unglinga ári síðar. Í þessum hópi eru leikmenn eins og Lois Abbingh, Estevana Polman, Angela Malestein og áðurnefnd Tess Wester. Þær spiluðu lengi saman í yngri landsliðunum og skína núna skært á stóra sviðinu. Auk þessarar kynslóðar eru í burðarhlutverkum aðeins eldri leikmenn á borð við línumanninn Yvette Broch, leikstjórnandann Nycke Groot og örvhentu skyttuna Lauru van der Heijden. Þær tvær fyrrnefndu spila báðar með hinu geysisterka ungverska félagsliði Györi ETO, sem tapaði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Handbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Holland hefur í gegnum tíðina ekki verið þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum. Þangað til nú. Appelsínugula handboltabyltingin er hafin. Á síðustu tveimur árum hefur hollenska kvennalandsliðið skipað sér í hóp þeirra bestu í heiminum. Holland endaði í 7. sæti á EM 2014 og komst svo alla leið í úrslit á HM 2015. Í úrslitaleiknum reyndust norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar númeri of stórar og unnu 31-23 sigur. Holland fylgdi silfrinu á HM í fyrra eftir með því að enda í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Hollenska liðið hikstaði í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum en rúllaði svo yfir heimaliðið, Brasilíu, í 8-liða úrslitum áður en það tapaði með minnsta mun fyrir Frökkum í undanúrslitunum. Í bronsleiknum steinlá Holland svo fyrir Noregi og þurfti því að sætta sig við 4. sætið. Aðeins fjórum mánuðum síðar er hollenska liðið komið í undanúrslit á EM í Svíþjóð, á þriðja stórmótinu í röð. Andstæðingarnir að þessu sinni eru Danir en í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Holland tapaði fyrir Þýskalandi, 30-27, í fyrsta leik sínum á EM en hefur síðan unnið fimm leiki í röð og sýnt góða takta. Ekkert lið hefur til að mynda skorað meira á EM en Holland (172 mörk). Varnarleikurinn er líka sterkur og markvörðurinn Tess Wester er öflug. Þetta skemmtilega hollenska lið er í yngri kantinum. Stór hluti þess eru stelpur á aldrinum 23-24 ára sem áttu góðu gengi að fagna á stórmótum yngri landsliða fyrir nokkrum árum. Holland varð í 3. sæti á HM unglinga 2010 og 2. sæti á EM unglinga ári síðar. Í þessum hópi eru leikmenn eins og Lois Abbingh, Estevana Polman, Angela Malestein og áðurnefnd Tess Wester. Þær spiluðu lengi saman í yngri landsliðunum og skína núna skært á stóra sviðinu. Auk þessarar kynslóðar eru í burðarhlutverkum aðeins eldri leikmenn á borð við línumanninn Yvette Broch, leikstjórnandann Nycke Groot og örvhentu skyttuna Lauru van der Heijden. Þær tvær fyrrnefndu spila báðar með hinu geysisterka ungverska félagsliði Györi ETO, sem tapaði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor.
Handbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira