Telja fordæmisgildi dóms takmarkað vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2016 19:31 Þrír af verjendum í málinu við upphaf þinghalds í morgun. Vísir/ÞÞ Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira